Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 07:02 Silja Rós fer á dýptina á nýrri plötu. Gunnlöð „Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina. Ósagðar sögur Silja Rós er 31 árs gömul og hefur verið að gefa út tónlist í áraraðir ásamt því að leika. Hún hefur verið búsett bæði í Los Angeles og Kaupmannahöfn, komið víða fram og lifir og hrærist í heimi listarinnar. View this post on Instagram A post shared by SILJA RÓS (@silja.ros) „Þegar ég var að byrja að semja þessa plötu fannst mér erfitt að sækja innblástur frá nútíðinni því lífið mitt er mjög stabílt og gott. Ég ákvað því að sækja innblástur frá fortíðinni og fór að gramsa í gömlum dagbókum og skúffu lögum, safna saman sögum sem höfðu ýmist ekki verið sagðar eða áttu enn eitthvað eftir ósagt.“ Ekki jafn upptekin af því að geðjast öðrum Þaðan kom innblásturinn fyrir tónlistinni og plötutitillinn hjá Silju. „Það er alltaf mjög heilandi að líta til baka, rannsaka hvar rót skugganna manns liggur og líka taka eftir því hvað maður hefur vaxið mikið í gegnum árin. Að setja minni kröfur á sjálfa mig og hlusta betur á mína innri rödd, vera ekki svona upptekin af því að geðjast öðrum.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Music (@aldamusiciceland) Silja stundaði nám við jazzdeild FÍH og segir að tónlistarstíll sinn hafi þróast mikið út frá því. „Á þessari plötu gaf ég mér góðan tíma í að útsetja plötuna með bandinu mínu og passaði að gera hana fyrst og fremst fyrir mig sem gerði það líka að verkum að það var ennþá skemmtilegra að vinna plötuna. Þá er maður bara í leikgleðinni og leyfir sér að týnast í sköpunarkraftinum. Ég vildi vera hundrað prósent ánægð með hljóðheiminn og það getur tekið tíma. Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á bakröddum og sæki mikinn innblástur til tónlistarmannanna Jacob Collier og Moonchild. Skemmtilegasta vinnan var þegar við Magnús Orri vorum að útsetja bakraddirnar. Ég er nokkuð viss um að það hafi farið fleiri klukkutímar í þær heldur en að taka upp alla plötuna. Það er auðvelt að gleyma tímanum þegar maður er að vinna að einhverju sem maður elskar,“ segir Silja og brosir. Að læra að elska sjálfa sig upp á nýtt Þetta var þroskandi og skemmtilegt verkefni hjá Silju sem ákvað að treysta sjálfri sér algjörlega. „Ég einbeitti mér mikið að því að hlusta á mína innri rödd í ferlinu öllu og ég fann að með því gaf ég mér líka meira leyfi til þess að stíga betur inn í mitt ljós og leyfa mér að taka pláss. Þegar maður sækir innblástur í sinn eigin heim þá neyðist maður líka til að líta í baksýnisspegilinn og maður sér betur hvernig ólík lífsreynsla hefur mótað mann bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, hverju maður á eftir að vinna úr. Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum.“ Fyrir Silju er platan eitt heildstætt verk og hún er í skýjunum með útkomuna. Því er erfitt fyrir hana að velja uppáhalds lag af henni. „Mér þykir ótrúlega vænt um lagið Love & Affirmation sem ég samdi með bestu vinkonu minni Bergrós sem syngur líka lagið með mér. Það er lokalag plötunnar og líka persónulegasta lag plötunnar. Lagið fjallar um það að sleppa taki á fortíðinni, horfast í augu við kvíðann og læra að elska sjálfa sig upp á nýtt.“ Hér má hlusta á lagið Love & Affirmation: Klippa: Silja Rós - Love & Affirmation Mörg önnur lög koma sömuleiðis upp í huga Silju. „Annars eru bakraddaútsetningarnar í guess it would, real love & Share U í miklu uppáhaldi. Og er líka mjög stolt af grúvinu í Lemons sem skrifast á besta bandið mitt,“ segir Silja brosandi að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. Tónlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ósagðar sögur Silja Rós er 31 árs gömul og hefur verið að gefa út tónlist í áraraðir ásamt því að leika. Hún hefur verið búsett bæði í Los Angeles og Kaupmannahöfn, komið víða fram og lifir og hrærist í heimi listarinnar. View this post on Instagram A post shared by SILJA RÓS (@silja.ros) „Þegar ég var að byrja að semja þessa plötu fannst mér erfitt að sækja innblástur frá nútíðinni því lífið mitt er mjög stabílt og gott. Ég ákvað því að sækja innblástur frá fortíðinni og fór að gramsa í gömlum dagbókum og skúffu lögum, safna saman sögum sem höfðu ýmist ekki verið sagðar eða áttu enn eitthvað eftir ósagt.“ Ekki jafn upptekin af því að geðjast öðrum Þaðan kom innblásturinn fyrir tónlistinni og plötutitillinn hjá Silju. „Það er alltaf mjög heilandi að líta til baka, rannsaka hvar rót skugganna manns liggur og líka taka eftir því hvað maður hefur vaxið mikið í gegnum árin. Að setja minni kröfur á sjálfa mig og hlusta betur á mína innri rödd, vera ekki svona upptekin af því að geðjast öðrum.“ View this post on Instagram A post shared by Alda Music (@aldamusiciceland) Silja stundaði nám við jazzdeild FÍH og segir að tónlistarstíll sinn hafi þróast mikið út frá því. „Á þessari plötu gaf ég mér góðan tíma í að útsetja plötuna með bandinu mínu og passaði að gera hana fyrst og fremst fyrir mig sem gerði það líka að verkum að það var ennþá skemmtilegra að vinna plötuna. Þá er maður bara í leikgleðinni og leyfir sér að týnast í sköpunarkraftinum. Ég vildi vera hundrað prósent ánægð með hljóðheiminn og það getur tekið tíma. Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á bakröddum og sæki mikinn innblástur til tónlistarmannanna Jacob Collier og Moonchild. Skemmtilegasta vinnan var þegar við Magnús Orri vorum að útsetja bakraddirnar. Ég er nokkuð viss um að það hafi farið fleiri klukkutímar í þær heldur en að taka upp alla plötuna. Það er auðvelt að gleyma tímanum þegar maður er að vinna að einhverju sem maður elskar,“ segir Silja og brosir. Að læra að elska sjálfa sig upp á nýtt Þetta var þroskandi og skemmtilegt verkefni hjá Silju sem ákvað að treysta sjálfri sér algjörlega. „Ég einbeitti mér mikið að því að hlusta á mína innri rödd í ferlinu öllu og ég fann að með því gaf ég mér líka meira leyfi til þess að stíga betur inn í mitt ljós og leyfa mér að taka pláss. Þegar maður sækir innblástur í sinn eigin heim þá neyðist maður líka til að líta í baksýnisspegilinn og maður sér betur hvernig ólík lífsreynsla hefur mótað mann bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, hverju maður á eftir að vinna úr. Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum.“ Fyrir Silju er platan eitt heildstætt verk og hún er í skýjunum með útkomuna. Því er erfitt fyrir hana að velja uppáhalds lag af henni. „Mér þykir ótrúlega vænt um lagið Love & Affirmation sem ég samdi með bestu vinkonu minni Bergrós sem syngur líka lagið með mér. Það er lokalag plötunnar og líka persónulegasta lag plötunnar. Lagið fjallar um það að sleppa taki á fortíðinni, horfast í augu við kvíðann og læra að elska sjálfa sig upp á nýtt.“ Hér má hlusta á lagið Love & Affirmation: Klippa: Silja Rós - Love & Affirmation Mörg önnur lög koma sömuleiðis upp í huga Silju. „Annars eru bakraddaútsetningarnar í guess it would, real love & Share U í miklu uppáhaldi. Og er líka mjög stolt af grúvinu í Lemons sem skrifast á besta bandið mitt,“ segir Silja brosandi að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira