Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 22:40 Öryggissveitir Mexíkó hafa staðið í ströngu gegn glæpamönnum að undanförnu en umfangsmikil átök milli glæpamanna hafa komið mjög niður á íbúum. EPA/Isaac Esquivel Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. Bandalagið gæti gert þeim kleift að ná tökum á Sinaloa-samtökunum á nýjan leik. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. El Chapo og El Mayo komu báðir að því að stofna Sinaloa-samtökin á árum áður og tóku fulla stjórn á þeim í miklum átökum árið 2008. Samtökin eru mjög umsvifamikil og hafa staðið í mikilli fíkniefnasölu um allan heim um árabil. Áætluð umsvif Sinaloa-samtakanna í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkrauðu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru minni á ljósrauðu svæðunum og engin á hvítu svæðunum.DEA Bæði El Chap og El Mayo sitja nú í fangelsi í Bandaríkjunum og hafa synir þeirra barist um yfirráð yfir samtökunum með blóðugum afleiðingum fyrir íbúa Mexíkó. Hundruð liggja í valnum eða hafa horfið. Ofbeldið í Mexíkó er gífurlegt. Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó voru til að mynda myrtir í Veracruz-ríki á dögunum. Þá voru ritari og ráðgjafi borgarstjóra Mexíkóborgar skotin til bana í dag. Vopnaðir menn á mótorhjóli skutu ritara og ráðgjafa borgarstjóra Mexíkó til bana í dag.AP/Tristan Velazquez Hófust með svikum Átök þessara fylkinga Sinaloa-samtakanna hófust eftir að El Mayo var óvænt handtekinn síðasta sumar, eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Þessi blóðugu átök hafa kostað Sinaloa-samtökin verulega í fjármunum og mannafla, svo eitthvað sé nefnt. Meðlimir annarra glæpasamtaka hafa reynt að nýta sér þessa stöðu. Þau samtök bera nafnið Cártel de Jalisco Nueca Generación eða CJNG. Þau samtök eru leidd af manni sem heitir Nemesio Oseguera Cervantes og er kallaður „El Mencho“. Samtökin eru samkvæmt blaðamönnum í Mexíkó talin hafa aukið umsvif sín í norðurhluta Mexíkó frá því átökin innan Sinaloa-samtakanna hófust, samkvæmt hugveitunni ACLED. Nú eru Los Chapitos sagðir hafa mögulega gert bandalag við El Mencho og CJNG. Áætluð umsvif CJNG í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkbláu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru einhver á ljósbláu svæðunum.DEA Fregnir hafa borist af því að staða Los Chapitos hafi versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og þar á meðal vegna þess að nokkrir háttsettir meðlimir fylkingarinnar hafi verið handteknir. Synir El Chapo hafa bæði þurft að verjast Los Mayos og hafa mikið fyrir því að lenda ekki í fangelsi. Sjá einnig: Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Iván sjálfur rétt komst hjá handtöku í Culiacán á í febrúar, með því að flýja gegnum göng. Faðir hans flúði að minnsta kosti tvisvar sinnum úr fangelsi í Mexíkó gegnum göng. Þá hafa einnig borist fregnir af því að meðlimir Los Chapitos hafi gerst liðhlaupar og gengið til liðs við Los Mayos. Meðlimir þjóðvarðaliðs Mexíkó að störfum.Getty/Jesus Verdugo Hávær orðrómur um bandalag El País sagði frá því í dag að orðrómur um bandalag Los Chapitos og CJNG hafi verið á kreiki um nokkuð skeið. Orðrómur þessi varð svo háværari um helgina þegar myndband af meintum glæpamönnum úr báðum samtökum fór í dreifingu. Í myndbandinu er því haldið fram að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman og nú sé eingöngu „hreinsun“ eftir. Umsvif CJNG hafa samkvæmt áðurnefndri skýrslu DEA aukist mjög að undanförnu og eru þau starfrækt í fleiri en fjörutíu löndum heims. Áætlað er að þau starfi einnig í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna og eru samtökin skilgreind meðal skæðustu ógna sem steðja að Bandaríkjunum, eins og Sinaloa-samtökin. Bæði samtökin hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Þá segir í skýrslunni að reynist þær fregnir réttar að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman geti það mögulega leitt til þess að bæði glæpasamtökin eflist til muna. Leggi undir sig meira svæði og verði öflugri í alla staði. Það gæti haft gífurlegar afleiðingar á sviði glæpasamtaka í Mexíkó og á landið í heild. Það myndi einnig hafa áhrif á Bandaríkin með auknu flæði fíkniefna eins og fentanýls til norður og auknu flæði skotvopna til suðurs. Óvissan og óreiðan er þó mikil í Mexíkó og þykir erfitt að segja til um framhaldið. Í frétt El País segir að ástandið minni mjög á átökin um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum árið 2008. Þegar El Chapo og El Mayo tóku höndum saman gegn Beltrán Leyva bræðrunum. Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Bandalagið gæti gert þeim kleift að ná tökum á Sinaloa-samtökunum á nýjan leik. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. El Chapo og El Mayo komu báðir að því að stofna Sinaloa-samtökin á árum áður og tóku fulla stjórn á þeim í miklum átökum árið 2008. Samtökin eru mjög umsvifamikil og hafa staðið í mikilli fíkniefnasölu um allan heim um árabil. Áætluð umsvif Sinaloa-samtakanna í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkrauðu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru minni á ljósrauðu svæðunum og engin á hvítu svæðunum.DEA Bæði El Chap og El Mayo sitja nú í fangelsi í Bandaríkjunum og hafa synir þeirra barist um yfirráð yfir samtökunum með blóðugum afleiðingum fyrir íbúa Mexíkó. Hundruð liggja í valnum eða hafa horfið. Ofbeldið í Mexíkó er gífurlegt. Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó voru til að mynda myrtir í Veracruz-ríki á dögunum. Þá voru ritari og ráðgjafi borgarstjóra Mexíkóborgar skotin til bana í dag. Vopnaðir menn á mótorhjóli skutu ritara og ráðgjafa borgarstjóra Mexíkó til bana í dag.AP/Tristan Velazquez Hófust með svikum Átök þessara fylkinga Sinaloa-samtakanna hófust eftir að El Mayo var óvænt handtekinn síðasta sumar, eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Þessi blóðugu átök hafa kostað Sinaloa-samtökin verulega í fjármunum og mannafla, svo eitthvað sé nefnt. Meðlimir annarra glæpasamtaka hafa reynt að nýta sér þessa stöðu. Þau samtök bera nafnið Cártel de Jalisco Nueca Generación eða CJNG. Þau samtök eru leidd af manni sem heitir Nemesio Oseguera Cervantes og er kallaður „El Mencho“. Samtökin eru samkvæmt blaðamönnum í Mexíkó talin hafa aukið umsvif sín í norðurhluta Mexíkó frá því átökin innan Sinaloa-samtakanna hófust, samkvæmt hugveitunni ACLED. Nú eru Los Chapitos sagðir hafa mögulega gert bandalag við El Mencho og CJNG. Áætluð umsvif CJNG í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkbláu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru einhver á ljósbláu svæðunum.DEA Fregnir hafa borist af því að staða Los Chapitos hafi versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og þar á meðal vegna þess að nokkrir háttsettir meðlimir fylkingarinnar hafi verið handteknir. Synir El Chapo hafa bæði þurft að verjast Los Mayos og hafa mikið fyrir því að lenda ekki í fangelsi. Sjá einnig: Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Iván sjálfur rétt komst hjá handtöku í Culiacán á í febrúar, með því að flýja gegnum göng. Faðir hans flúði að minnsta kosti tvisvar sinnum úr fangelsi í Mexíkó gegnum göng. Þá hafa einnig borist fregnir af því að meðlimir Los Chapitos hafi gerst liðhlaupar og gengið til liðs við Los Mayos. Meðlimir þjóðvarðaliðs Mexíkó að störfum.Getty/Jesus Verdugo Hávær orðrómur um bandalag El País sagði frá því í dag að orðrómur um bandalag Los Chapitos og CJNG hafi verið á kreiki um nokkuð skeið. Orðrómur þessi varð svo háværari um helgina þegar myndband af meintum glæpamönnum úr báðum samtökum fór í dreifingu. Í myndbandinu er því haldið fram að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman og nú sé eingöngu „hreinsun“ eftir. Umsvif CJNG hafa samkvæmt áðurnefndri skýrslu DEA aukist mjög að undanförnu og eru þau starfrækt í fleiri en fjörutíu löndum heims. Áætlað er að þau starfi einnig í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna og eru samtökin skilgreind meðal skæðustu ógna sem steðja að Bandaríkjunum, eins og Sinaloa-samtökin. Bæði samtökin hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Þá segir í skýrslunni að reynist þær fregnir réttar að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman geti það mögulega leitt til þess að bæði glæpasamtökin eflist til muna. Leggi undir sig meira svæði og verði öflugri í alla staði. Það gæti haft gífurlegar afleiðingar á sviði glæpasamtaka í Mexíkó og á landið í heild. Það myndi einnig hafa áhrif á Bandaríkin með auknu flæði fíkniefna eins og fentanýls til norður og auknu flæði skotvopna til suðurs. Óvissan og óreiðan er þó mikil í Mexíkó og þykir erfitt að segja til um framhaldið. Í frétt El País segir að ástandið minni mjög á átökin um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum árið 2008. Þegar El Chapo og El Mayo tóku höndum saman gegn Beltrán Leyva bræðrunum.
Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira