Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar 21. maí 2025 07:02 þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun