Sport

Gunnar Nel­son fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“

Aron Guðmundsson skrifar
Gunnar Nelson er afar einbeittur á framhaldið í UFC, hefur fundið neista sem hann hafði ekki fundið fyrir í mörg ár.
Gunnar Nelson er afar einbeittur á framhaldið í UFC, hefur fundið neista sem hann hafði ekki fundið fyrir í mörg ár. Vísir/Sigurjón

Gunnar Nel­son stígur aftur inn í UFC bar­daga­búrið í júlí næst­komandi. Hann hefur á ný fundið neista sem hafði verið týndur í fleiri ár og virkar ein­beittari en oft áður á það sem fram­undan er. 

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem að hinn 36 ára gamli Gunnar tekur að minnsta kosti tvo bar­daga á einu ári og eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum bjuggust kannski margir við því að hann myndi draga saman seglin.

Þetta er smá vakning fyrir mig og minnti mig á aðeins það sem ég hef verið að gera öll þessi ár og ein­hvern vegin kveikir í mér.

Gunnar Nelson

Það er hins vegar alls ekki raunin, Gunnar virðist tvíefldur á líkama og sál, og segist sjálfur búa yfir miklu meiri neista en undan­farin ár. Neistinn er auð­sjáan­legur.

„Núna líður mér eins og boltinn sé byrjaður að rúlla, þótt að síðasti bar­dagi hafi ekki farið eins og við vildum er til­finningin ein­hvern vegin mjög góð. Kveikti svona aðeins í mér, meira en áður. Ég er bara himin­lifandi.“

Ég fæ ein­hverja til­finningu aftur sem ég þekki og er ekki búin að vera með mér í smá tíma. Ein­hver til­finning sem mér fannst ég hafa haft fyrir svolítið löngu síðan sem kom helvíti sterkt til baka. Ég held að það sé bara að fara þarna inn í búrið og þetta er smá vakning fyrir mig og minnti mig á aðeins það sem ég hef verið að gera öll þessi ár og ein­hvern vegin kveikir í mér.

Það er náttúru­lega erfitt að fara í burtu að heiman frá fjöl­skyldunni og svo­leiðis en mér fannst boltinn vera að rúlla helvíti vel og mig langar að halda honum á góðu trukki og ekki tvístra huganum of mikið.“

„Eigum örugglega eftir að semja aftur“

Gunnar mætir reynslu­boltanum Neil Magny í búrinu í New Or­leans í júlí og ef allt gengur að óskum vill Gunnar svo ná inn þriðja bar­daganum á þessu ári.

Neil Magny mætir Gunnari Nelson í búrinu í New Orleans í júlí næstkomandiVísir/Getty

„Við sækjumst eftir því að komast aftur inn í búrið um leið og við getum. Ef að bar­daginn hefði farið betur á móti Holland þá hefði ég reynt að komast enn þá fyrr inn. Við tökum alltaf eitt skref í einu en draumur minn væri að taka þennan bar­daga og ef allt gengur vel og maður er mjög ferskur, þá væri ég til í að fara enn þá fyrr inn í búrið aftur og þurfa þá ekki sér­stakt camp fyrir þann bar­daga.

Með tvo bar­daga eftir af samningi sínum við UFC virðist Gunnar ekki á förum.

„Það eru alltaf allar að tala um það hvað sé mikið eftir af þessum samningi en ég held þetta er kannski svolítið öðru­vísi hjá okkur heldur en í öðrum íþróttum með þessa samninga. Venjan er nú bara svolítið svo­leiðis að ég hugsa að eftir þennan bar­daga eigum við örugg­lega eftir að semja aftur.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×