Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar 21. maí 2025 15:00 Ástandið á Gaza og aðgerðarleysi heimsbyggðarinnar eru lamandi. Ég skil ekki hvernig hægt er að drepa börn? Ég skil ekki heldur hvernig hægt er að standa aðgerðarlaus hjá á meðan börn eru drepin? Mér líður eins og veröldinni hafi verið snúið á hvolf. Öll þau gildi sem ég ólst upp við eru horfin. Allur sá lærdómur sem við þóttumst hafa dregið af seinni heimstyrjöldinni er orðinn að engu. Aðgerðarleysi Íslands Við sem erum svo til valdlaus öskrum okkur hás, grátum yfir endalausum myndböndum af látnum og limlestum börnum, öskrum meira og hærra, reynum að minna valdhafa á ábyrgð sína og fá þau til að gera allt sem þau geta til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En ekkert gerist. Ísland hefur ekki enn tekið þátt í kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, við höfum ekki sett viðskiptaþvinganir á Ísrael, og við höfum ekki verið nógu hugrökk til að vera fyrsta þjóðin sem sniðgengur íþrótta- og menningarsamstarf gegn Ísrael, t.d. með því að neita að taka þátt í Eurovision eða íþróttaviðburðum þar sem Ísrael keppir. En stjórnsýslan endurnýjaði hinsvegar samning sinn við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem hefur síendurtekið lýst yfir fullum stuðningi við ísraelsk stjórnvöld. Þó íslenskir borgarar styðji Palestínu þá hefur íslenska ríkið ekkert gert til að styðja Palestínu, þvert á móti, eins og sést með nýtilkomnum 2 ára samningi ríkisins við Rapyd. Það er reyndar skref í rétta átt að utanríkisráðherra hefur hvatt ísraelsk stjórnvöld til ”að heimila tafarlaust aðgengi mannúðaraðstoðar inn á Gaza og gera stofnunum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka kleift að starfa á svæðinu” (Stjórnarráðið | Sameiginleg yfirlýsing 24 utanríkisráðherra vegna aðgengis að neyðaraðstoð á Gaza). Það er líka skref í rétt átt að Kristrún Frostadóttir segi að þolinmæðin gagnvart Ísrael sé á þrotum. Hvorutveggja er gott og blessað, þó seint sé. En orð hjálpa deyjandi börnum og almenningi á Gaza ekki. Nú þarf að grípa til aðgerða. Strax! Ástandið á Gaza í dag Í gær sagði Tom Fletcher, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum og neyðaraðstoð, að 14.000 börn myndu að öllum líkindum deyja á komandi 48 klukkustundum (þá höfum við væntanlega um 24 klst. til stefnu þegar þetta er skrifað) ef matur og neyðargögn kæmust ekki tafarlaust til fólksins á Gaza. UN warns 14,000 babies could die within 48 hours under Israel siege of Gaza | The Independent. Ísraelsk stjórnvöld hafa á síðustu klukkustundum hleypt nokkrum vörubílum með matvæli yfir landamærin, en hafa hinsvegar hindrað för þeirra þar, svo matur og hjálpargögn hafa enn ekki komist til fólksins sem þarf á þeim að halda (Dozens of trucks of humanitarian aid for Gaza still sitting at border entry | CBC News). Hjálpin hefur enn ekki borist til barnanna sem eru að deyja úr hungri og þorsta núna, í dag, á þessari mínútu. Hjálparleysi í beinni útsendingu Aldrei aftur, sagði hinn vestræni heimur eftir Helförina. Aldrei aftur. Og minna en öld er liðin og hryllingurinn hefur endurtekið sig. Núna horfum við á blóðbaðið í beinni útsendingu. Á hverjum degi sé ég látin börn. Sundurtætta líkama, limlesta kroppa, syrgjandi foreldra með líflaus börnin sín í fanginu. Grindhoruð börn stara á mig af skjánum, stórum innsokknum augum og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig fólkið sem fer með völdin, fólk sem raunverulega getur breytt gangi mála, lætur sér nægja að láta orðin tala. Krafa um aðgerðir – strax! Hvernig getur siðmenntað samfélag horft upp á þegar börn eru sprengd, skotin og svelt? Erum við ekki öll samsek þegar við gerum ekki allt sem við getum til að bjarga börnum í hættu? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem þau geta til að þrýsta á Ísrael að hætta þjóðarmorðinu á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir á Ísrael, tökum þátt í ákæru Suður-Afríku og gefum frá okkur yfirlýsingu þess efnis að við munum ekki taka þátt í íþrótta- og menningarstarfi þar sem Ísrael tekur þátt. Sitjum ekki við orðin tóm, látum verkin tala. Grípum til aðgerða strax í dag! Höfundur er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ástandið á Gaza og aðgerðarleysi heimsbyggðarinnar eru lamandi. Ég skil ekki hvernig hægt er að drepa börn? Ég skil ekki heldur hvernig hægt er að standa aðgerðarlaus hjá á meðan börn eru drepin? Mér líður eins og veröldinni hafi verið snúið á hvolf. Öll þau gildi sem ég ólst upp við eru horfin. Allur sá lærdómur sem við þóttumst hafa dregið af seinni heimstyrjöldinni er orðinn að engu. Aðgerðarleysi Íslands Við sem erum svo til valdlaus öskrum okkur hás, grátum yfir endalausum myndböndum af látnum og limlestum börnum, öskrum meira og hærra, reynum að minna valdhafa á ábyrgð sína og fá þau til að gera allt sem þau geta til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En ekkert gerist. Ísland hefur ekki enn tekið þátt í kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, við höfum ekki sett viðskiptaþvinganir á Ísrael, og við höfum ekki verið nógu hugrökk til að vera fyrsta þjóðin sem sniðgengur íþrótta- og menningarsamstarf gegn Ísrael, t.d. með því að neita að taka þátt í Eurovision eða íþróttaviðburðum þar sem Ísrael keppir. En stjórnsýslan endurnýjaði hinsvegar samning sinn við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem hefur síendurtekið lýst yfir fullum stuðningi við ísraelsk stjórnvöld. Þó íslenskir borgarar styðji Palestínu þá hefur íslenska ríkið ekkert gert til að styðja Palestínu, þvert á móti, eins og sést með nýtilkomnum 2 ára samningi ríkisins við Rapyd. Það er reyndar skref í rétta átt að utanríkisráðherra hefur hvatt ísraelsk stjórnvöld til ”að heimila tafarlaust aðgengi mannúðaraðstoðar inn á Gaza og gera stofnunum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka kleift að starfa á svæðinu” (Stjórnarráðið | Sameiginleg yfirlýsing 24 utanríkisráðherra vegna aðgengis að neyðaraðstoð á Gaza). Það er líka skref í rétt átt að Kristrún Frostadóttir segi að þolinmæðin gagnvart Ísrael sé á þrotum. Hvorutveggja er gott og blessað, þó seint sé. En orð hjálpa deyjandi börnum og almenningi á Gaza ekki. Nú þarf að grípa til aðgerða. Strax! Ástandið á Gaza í dag Í gær sagði Tom Fletcher, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum og neyðaraðstoð, að 14.000 börn myndu að öllum líkindum deyja á komandi 48 klukkustundum (þá höfum við væntanlega um 24 klst. til stefnu þegar þetta er skrifað) ef matur og neyðargögn kæmust ekki tafarlaust til fólksins á Gaza. UN warns 14,000 babies could die within 48 hours under Israel siege of Gaza | The Independent. Ísraelsk stjórnvöld hafa á síðustu klukkustundum hleypt nokkrum vörubílum með matvæli yfir landamærin, en hafa hinsvegar hindrað för þeirra þar, svo matur og hjálpargögn hafa enn ekki komist til fólksins sem þarf á þeim að halda (Dozens of trucks of humanitarian aid for Gaza still sitting at border entry | CBC News). Hjálpin hefur enn ekki borist til barnanna sem eru að deyja úr hungri og þorsta núna, í dag, á þessari mínútu. Hjálparleysi í beinni útsendingu Aldrei aftur, sagði hinn vestræni heimur eftir Helförina. Aldrei aftur. Og minna en öld er liðin og hryllingurinn hefur endurtekið sig. Núna horfum við á blóðbaðið í beinni útsendingu. Á hverjum degi sé ég látin börn. Sundurtætta líkama, limlesta kroppa, syrgjandi foreldra með líflaus börnin sín í fanginu. Grindhoruð börn stara á mig af skjánum, stórum innsokknum augum og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig fólkið sem fer með völdin, fólk sem raunverulega getur breytt gangi mála, lætur sér nægja að láta orðin tala. Krafa um aðgerðir – strax! Hvernig getur siðmenntað samfélag horft upp á þegar börn eru sprengd, skotin og svelt? Erum við ekki öll samsek þegar við gerum ekki allt sem við getum til að bjarga börnum í hættu? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem þau geta til að þrýsta á Ísrael að hætta þjóðarmorðinu á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir á Ísrael, tökum þátt í ákæru Suður-Afríku og gefum frá okkur yfirlýsingu þess efnis að við munum ekki taka þátt í íþrótta- og menningarstarfi þar sem Ísrael tekur þátt. Sitjum ekki við orðin tóm, látum verkin tala. Grípum til aðgerða strax í dag! Höfundur er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun