Innlent

Ráðin í starf verk­efna­stjóra í at­vinnu­vegaráðu­neytinu

Atli Ísleifsson skrifar
Sunna Kristín Hilmarsdóttir.
Sunna Kristín Hilmarsdóttir. Stjr

Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu, tímabundið til sex mánaða.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að Sunna hafi starfað í yfir áratug við fjölmiðla, almannatengsl og samskipta- og kynningarmál. 

„Hún kemur til ráðuneytisins frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hún hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri samskipta og miðlunar, og aðallega sinnt verkefnum fyrir rektor HR.

Sunna starfaði áður í sjö ár sem blaðamaður og staðgengill fréttastjóra á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Sunna er með BA-próf í spænsku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í suður-amerískum stjórnmálum frá University College London. Hún mun hefja störf í atvinnuvegaráðuneytinu á næstu vikum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×