„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ágúst Orri Arnarson og Arnar Skúli Atlason skrifa 21. maí 2025 23:35 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir/hulda margrét Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. „Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
„Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira