Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. maí 2025 09:32 Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Leigubílar Alþingi Samgöngur Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun