Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. maí 2025 19:16 Willum Þór Þórsson er nýr formaður ÍSÍ. Vísir/Samsett Nýr formaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands segir áfengi og íþróttaviðburði geta átt samleið að því gefnu að farið sé að landslögum og tryggt sé að börn og unglingar hafi ekki aðgengi að því. ÍSÍ vilji taka forystu í því að móta sterkari umgjörð um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast á undanförnum árum. Lögreglan hyggst hafa aukið eftirlit með sölu áfengis á slíkum viðburðum þar sem dæmi eru um að skort hafi leyfi. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu á dögunum að taka forystu í að móta traustari umgjörð um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum og draga úr sýnileika og aðgengi sérstaklega þegar börn og fjölskyldur eru viðstödd. Verði að finna hinn gullna meðalveg Willum Þór Þórsson, nýr formaður ÍSÍ, segist sjálfur trúa því að íþróttir og áfengi eigi ekki samleið en að áfengisveitingar tengdar íþróttaviðburðum geti farið saman að því gefnu að farið sé að landslögum. Mikil umræða hefur sprottið upp í kringum málið en íþróttahreyfingin segir þennan nýja tekjustofn félaganna mikilvægan rekstrinum. „Á íþróttaviðburðum gengur ekki upp en tengt íþróttaviðburðum verður bara að fylgja landslögum. Ég hef nú farið víða núna og á viðburði þar sem þetta hefur verið. Þetta er bara ágætlega aðgreint og það er mjög mikilvægt,“ segir Willum Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. „Það verður einhvern veginn að finna þennan gullna meðalveg vegna þess að vð gætum aldrei verið að setja neinar sérreglur sem íþróttahreyfing. Ég vil líka tala um forvarnarsamtök. Við þurfum að ná umgjörð um þetta með forvarnir barna og unglinga í huga,“ segir hann. Víða í Evrópu eru takmarkanir á áfengisveitingum á íþróttaviðburðum. Nærtækasta dæmið er eflaust leikir í ensku úrvalsdeildinni en það er áfengi til sölu á afmörkuðum svæðum og aðeins fyrir leik og í hálfleik. Ekki má fara með veigarnar í stúkuna þar sem börn og unglingar eru. Tekjurnar skipti félögin máli Fréttastofa tók á dögunum hús á Blikum en á Kópavogsvelli gilda svipaðar reglur. Áfengar veitingar eru seldar fyrir leik og í hálfleik. Flosi Eiríksson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir félagið fyrst og fremst hafa byrjað að selja áfengi á viðburðum til að bæta upplifun gesta en að það hafi einnig orðið mikilvægur tekjustofn. „Við reynum að gera þetta í samræmi við öll þau lög og reglur sem í landinu gilda og verklagsreglur sem félagið hefur sett sér og Kópavogsbær hefur yfirfarið. Við seljum hér bjór og léttvín í sérgreindu rými sem við köllum Grænu stofuna þar sem fullorðið fólk afgreiðir á barnum og við viljum að það sé aðallega fullorðið fólk sem sé þar inni. Við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum til að bæta upplifunina, menn kæmu aðeins fyrr, hittast fá sér einn bjór fyrir leikinn eða í hálfleik og það var svona okkar meginhugmynd. Við seljum bara bjór fyrir leik eða í hálfleik, við seljum ekki á meðan leik stendur svo það sé ekki þetta ráp. Við seljum ekki bjór eftir leik, nema þegar við verðum Íslandsmeistarar kannski,“ segir hann. Flosi segir tekjurnar af áfengissölu búbót fyrir öll íþróttafélög landsins. „Þetta skiptir alveg máli. Útgangspunkturinn var að bæta upplifunina og að það verði meira gaman að koma hingað en þetta eru alveg tekjur sem skipta okkur sem og öll önnur félög sem eru í þessu máli. Það er ekkert launungarmál að það þarf að hafa öll tól og tæki úti til þess að reka íþróttafélög eða knattspyrnudeildir eins og Breiðabliks,“ segir Flosi Eiríksson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks. Áfengi í íþróttastarfi Áfengi ÍSÍ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast á undanförnum árum. Lögreglan hyggst hafa aukið eftirlit með sölu áfengis á slíkum viðburðum þar sem dæmi eru um að skort hafi leyfi. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu á dögunum að taka forystu í að móta traustari umgjörð um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum og draga úr sýnileika og aðgengi sérstaklega þegar börn og fjölskyldur eru viðstödd. Verði að finna hinn gullna meðalveg Willum Þór Þórsson, nýr formaður ÍSÍ, segist sjálfur trúa því að íþróttir og áfengi eigi ekki samleið en að áfengisveitingar tengdar íþróttaviðburðum geti farið saman að því gefnu að farið sé að landslögum. Mikil umræða hefur sprottið upp í kringum málið en íþróttahreyfingin segir þennan nýja tekjustofn félaganna mikilvægan rekstrinum. „Á íþróttaviðburðum gengur ekki upp en tengt íþróttaviðburðum verður bara að fylgja landslögum. Ég hef nú farið víða núna og á viðburði þar sem þetta hefur verið. Þetta er bara ágætlega aðgreint og það er mjög mikilvægt,“ segir Willum Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. „Það verður einhvern veginn að finna þennan gullna meðalveg vegna þess að vð gætum aldrei verið að setja neinar sérreglur sem íþróttahreyfing. Ég vil líka tala um forvarnarsamtök. Við þurfum að ná umgjörð um þetta með forvarnir barna og unglinga í huga,“ segir hann. Víða í Evrópu eru takmarkanir á áfengisveitingum á íþróttaviðburðum. Nærtækasta dæmið er eflaust leikir í ensku úrvalsdeildinni en það er áfengi til sölu á afmörkuðum svæðum og aðeins fyrir leik og í hálfleik. Ekki má fara með veigarnar í stúkuna þar sem börn og unglingar eru. Tekjurnar skipti félögin máli Fréttastofa tók á dögunum hús á Blikum en á Kópavogsvelli gilda svipaðar reglur. Áfengar veitingar eru seldar fyrir leik og í hálfleik. Flosi Eiríksson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir félagið fyrst og fremst hafa byrjað að selja áfengi á viðburðum til að bæta upplifun gesta en að það hafi einnig orðið mikilvægur tekjustofn. „Við reynum að gera þetta í samræmi við öll þau lög og reglur sem í landinu gilda og verklagsreglur sem félagið hefur sett sér og Kópavogsbær hefur yfirfarið. Við seljum hér bjór og léttvín í sérgreindu rými sem við köllum Grænu stofuna þar sem fullorðið fólk afgreiðir á barnum og við viljum að það sé aðallega fullorðið fólk sem sé þar inni. Við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum til að bæta upplifunina, menn kæmu aðeins fyrr, hittast fá sér einn bjór fyrir leikinn eða í hálfleik og það var svona okkar meginhugmynd. Við seljum bara bjór fyrir leik eða í hálfleik, við seljum ekki á meðan leik stendur svo það sé ekki þetta ráp. Við seljum ekki bjór eftir leik, nema þegar við verðum Íslandsmeistarar kannski,“ segir hann. Flosi segir tekjurnar af áfengissölu búbót fyrir öll íþróttafélög landsins. „Þetta skiptir alveg máli. Útgangspunkturinn var að bæta upplifunina og að það verði meira gaman að koma hingað en þetta eru alveg tekjur sem skipta okkur sem og öll önnur félög sem eru í þessu máli. Það er ekkert launungarmál að það þarf að hafa öll tól og tæki úti til þess að reka íþróttafélög eða knattspyrnudeildir eins og Breiðabliks,“ segir Flosi Eiríksson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Áfengi í íþróttastarfi Áfengi ÍSÍ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira