Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 12:09 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir að það væri mikill missir ef hallarbylting leiði til þess að Sanna Magdalena færi sig um set. vilhelm/ívar Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum