Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 12:18 Tæp tíu prósent Íslendinga voru með lyfseðil fyrir svefnlyfjum árið 2020. Getty/Sergey Mironov Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir. Varasamt sé að taka lyfin, þá sérstaklega til lengri tíma. Aðstandandi átaks til vitundarvakningar um lyfin segir eldra fólk verða að vera meðvitaðra um skaðsemi lyfjanna. Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa. Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa.
Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira