Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 07:00 Guðmundur Hrafn, formaður Leigjendasamtakanna, segir grátlegt hvernig aðalfundur Sósíalistaflokksins um síðustu helgi fór. vísir/vilhelm Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum. „Að koma á fundinn á laugardag var eins og að koma inn á Warhammer-útsöluna í Nexus. Greinilegt að stórtæk smölun hafi átt sér stað,“ segir Guðmundur Hrafn sem veit varla hvort hann á að hlæja eða gráta. Aðallega er hann reiður og sár því aðdragandi aðalfundarins, sem fór fram á laugardaginn, var litaður illdeilum. „Sem eiga upphaf í óþoli örfárra gagnvart einum einstaklingi. Mér sýnist móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð við eigin framgangi, jú og ásamt persónulegum metnaði, hafa verið eldsneyti þess niðurrifs sem var mjög skipulagt og fór fram í leynd en þó miklum ákafa.“ Albaníu-Valdi studdi byltinguna Gunnar Smári Egilsson, sem var formaður framkvæmdastjórnar, var áfram í framboði til framkvæmdastjórnar þótt ljóst væri að formannstíð væri lokið, reglum samkvæmt, eftir átta ára setu. Hvorki hann né nokkur sem honum tengdist náði kjöri í framkvæmdastjórn. Þetta mega heita sérkennilegar trakteringar í ljósi þess að Gunnar Smári hefur verið prímusmótor og í raun stofnandi Sósíalistaflokksins. Hreinsanir eru kannski rétta orðið en Sanna Magdalena Mörtudóttur fyrrum leiðtogi flokksins hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum innan hans eftir að hafa tekið sér umþóttunartíma. „Svo hafa aldnir kommúnistar verið þessum hópi mikill stuðningur og boðið upp á fræðslu um valdatökur frá löndum eins og Albaníu og Víetnam. Innan sósíalistaflokksins eru að sjálfsögðu einstaklingar sem valdefla sig með fræðunum frekar en að valdefla sig með því að greina samtímann og hversdagslega stöðu alþýðunnar með persónulegri næmni og krístískri greind,“ segir Guðmundur. Það vakti nokkra athygli að Þorvaldur Þorvaldsson, sem ávallt er nefndur Albaníu-Valdi, var á fundinum og mjög atkvæðamikill. Hann var á sínum tíma formaður Alþýðufylkingarinnar sem bauð sig fram í nokkrum kosningum en náði litlu flugi. Guðmundur Hrafn segir það sitt mat að verkefni sósíalista sé að finna til raunverulegrar samkenndar eða deila örlögum með þeim sem verða undir í óheftu markaðshagkerfi og efla þau í eigin hagsmunabaráttu. Þorvaldur Þorvaldsson, Albaníu-Valdi, mótmælir við Ráðherrabústaðinn.Vísir/Vilhelm „Það eru sem betur fer fáir einstaklingar sem telja framgang sósíalisma byggjast helst á góðu bókasafni og nafnalistum en þeim hefur tekist að draga til sín hóp sem gengst upp í að geta þulið upp álíka spekilegar vangaveltur um fræðin og skreytt sig með þekkingu á framvindunni.“ Gunnar Smári prímusmótor kastað útbyrðis Guðmundur Hrafn segir að í öllum stjórnamálaflokkum sé að finna svona öfl sem sannarlega eru nauðsynlegur stuðningur við greiningu á samtímanum, við að slípa til hugmyndir og aðferðir. „En það að kasta öllu uppbyggingastarfi hreyfingar sem hefur sinnt valdeflingu öreiganna undanfarin ár, eflt stéttarvitund fjölmargra þjóðfélagshópa og búið til rými fyrir samstöðu gegn óheftu markaðshagkerfi undanfarin átta ár er að mínu mati mikið óráð.“ Guðmundur Hrafn segir miklu til kostað í framvindu sem hefur það sem eitt sitt æðsta markmið að losna við einstakling sem lagði áratug af ævi sinni í verkefnið, dró saman fólk við stofnun á Sósíalistaflokknum, valdefldi stóra hópa í samfélaginu og deildi með öllum sem vildu einstakri þekkingu sinni á samtímanum og tækifærum til breytinga. „Gunnar Smári var aðalhvatamaðurinn að því að skapa þennan nauðsynlega vettvang og var vakandi og sofandi yfir því verkefni sem leiddi til þess að gríðarstór hópur af fólki hóf samtalið um hvernig best væri að þroska með samfélaginu vitund og jarðveg fyrir upprisu almennings. Nú hefur honum verið bolað í burtu og nánast öllum þeim sem hafa sýnt þessu verkefni þolgæði og traust með fádæma heift og niðurrifi. Það er ekki burðugt veganesti nýrrar forystu að sameiningaraflið innan hennar hafi verið þessi heift eða rétttrúnaður þar sem jafnvel megalomania örfárra var fyrirferðarmikil.“ Vel á fjórða þúsund flokksmenn Guðmundur segir félagsmenn í öllum svona lýðræðislegum félagsskap verða að geta treyst því að þeir sem eru virkir og sinna í raun hinu lýðræðislega starfi gera það af heilindum. „Í Sósíalistaflokknum eru vel á fjórða þúsund félagsmenn en mjög lítill hluti þeirra tekur þátt í hinu daglega lýðræðislega starfi sem fram fer í stofnunum flokksins. Að jafnaði eru þetta um 100-150 einstaklingar þegar best lætur sem sækja fundi og láta til sín taka.“ Guðmundur Hrafn segir Leigjendasamtökin sjálfstæð samtök, þau séu ekki tengd Sósíalistaflokknum neinum böndum. En flóknara sé með Samstöðina.vísir/vilhelm/vicky marco Guðmundur Hrafn segir aðra félagsmenn einfaldlega treysta þeim sem það geri fyrir þessu verkefni. „Að við vinnum af heilindum eftir þeim hefðum og verklagi sem traust ríkir um. Það er því þeim sem hafa illt í hyggju alveg augljóst hversu fyrirstaðan við samhæfðri valdatöku er í raun lítil. Það er nákvæmlega það sem gerðist, lítill hópur ósáttra samstillti sig og smalaði sitt félagsnet til fylgilags við sig til þess eins að ná fullkomnu yfirráðum yfir stofnunum flokksins.“ Valdatakan óhemju bíræfin Eins og áður sagði var Guðmundur Hrafn forviða þegar hann gekk inn á fundinn á laugardaginn og sá hversu margir voru mættir. Hann lýsir því sem fyrir augu bar: „Ég hef verið í flokknum frá upphafi og starfað bæði innan hans og samhliða mjög þétt undanfarin 4-5 ár, en ég þurfti að líta yfir hópinn til að sjá þau andlit sem ég þekkti innan um fjöldann. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvort ég hefði óvart gengið inn á Warhammer-útsöluna í Nexus, en þangað fer ég sjálfur reglulega. Það var ljóst að gríðarleg smölun hafði átt sér stað og nokkur þekkt andlit úr kreðsum kommúnista sátu þarna líka keik í salnum.“ Guðmundur segir smölun í sjálfu sér alls ekki glæpsamlega en þegar sú hefð hafi ekki verið hluti af innra starfi flokksins og virkum félögum verið treyst fyrir því að ganga sæmilega vel um þessa samkomu og stofnanir flokksins sé þetta högg undir beltisstað. „Það er sorglegt að upplifa svona atlögu að samkomu fólks sem hefur það eina markmið að valdefla þá hópa í samfélaginu sem verða undir við óheft kapítalískt markaðshagkerfi, móta þeim vettvang til samstöðu og upprisu. Framkvæmd valdatökunnar var ótrúlega bíræfin, þar sem eigin sannfæringu og persónulegum atkvæðarétti fólks var ýtt til hliðar. Með valdatökunni var flestum stjórnum flokksins komið í hendur þessa hóps og samtals varla handfylli af öðrum félagsmönnum sem hlutu brautargengi til stjórnarsetu innan um þá sem hrifsuðu völdin til sín.“ Stórfelldar úrsagnir úr Sósíalistaflokknum Niðurstaðan er sú, að mati Guðmundar Hrafns, að búið er að færa til pólitískt vald frá kosningastjórn og inn í framkvæmdastjórn og til svæðafélaga, en aðeins eitt slíkt er starfandi. „Það er því komin á ein samhæfð allsherjarstjórn i Sósíalistaflokknum sem hefur sameinast í angri, rétttrúnaði og metnaði. Það kann ekki góðri lukku að stýra og ég get ekki með nokkru móti séð mér fært að starfa með fólki sem innleiðir svona menningu í félagskap eins og Sósíalistaflokkinn.“ Guðmundur Hrafn telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að úrsagnir úr Sósíalistaflokknum séu nú þegar komnar á annað hundrað. Og munar um minna. „Það er mikill straumur úr flokknum, og skiljanlega. Það er búið að bregðast trausti félagsmanna og jafnframt sýna fram á hversu langt sumir eru tilbúnir að ganga til að tryggja eigin framgang og ákveðinn rétttrúnað. Það kæmi mér ekki á óvart að hópurinn sem tók völdin á fundinum muni þurfa að slurka í sig eigin meðali á fundum komandi missera, nema þá að hópurinn skreppi svo mikið saman að samstillt hugsun og framkvæmd verði allsráðandi.“ Woke-ið vefst fyrir flokksmönnum Þú minnist á rétttrúnað, nú virðist manni eins og það hafi orðið ákveðin straumhvörf þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum eftir mikla messu sem hún flutti á Samstöðinni, yfir Hallgrími Helgasyni, þá um woke? Og þá er spurt: Hvort er flokkurinn meira woke nú en áður? Guðmundi vefst tunga um tönn, enda þetta líklega flókin spurning: „Flokkurinn sem slíkur hefur engan dægurspimpil. Innan hans er fólk sem skilgreinir sig sem woke, og flestir út frá ólíkum viðmiðum. Innan hans rúmast hagsmunir allra hópa sem hlunnfarnir eða jaðarsettir hafa verið í óheftu markaðs- og efnishyggju samfélagi. Þannig að, já. Sósíalistar eru woke, en sjálfur hafna ég öllu reglusetti frá fólki sem telur mig eða gæti talið mig woke á rangan hátt.“ Guðmundur Hrafn telur þessa woke-umræðu aðeins til þess fallna að kljúfa samstöðu almennings og eitra jarðveg hagsmunabaráttunnar. „Það sem er illa gert gagnvart flestum hópum sem eiga eiginlega öll félagsleg réttindi undir því að samfélagið sé woke, er að setja þessa hópa í forgrunn eða í miðju alls gildismats. Það er að mínu mati engin greiður gerður með því.“ Veit ekki hvort flokkurinn er meira woke nú en áður Guðmundur segir þessa hópa eiga skýlausan rétt á því að skilgreina sína hagsmuni og sinn tilvistargrundvöll án þess að kerfið ákveði að góð leið til að splundra öreigunum sé með því að segjast ætla að beygja samfélagið í ákveðna átt. „Ef við byggjum við sósíalíska þjóðfélagsskipan þá þyrftu þessir hópar ekki að brjóta sér leið í gegnum allt narratívið og spillinguna til að finna sinn stað og virðingu á meðal samborgara sinna. Þetta er afleiðing af misskiptingu, jaðarsetningu og sundrungu sem er innbyggt í óheft kapítalískt markaðshagkerfi.“ Þannig að svarið við spurningunni er? „Þau eiga eftir að sýna á spilin. Ég ætla ekki að gefa neinum neinn stimpil.“ Gott og vel. En hvað verður um Jackie og börnin, hvað verður um Leigjendasamtökin og hvað verður um Samstöðina? „Leigjendasamtökin eru alveg sjálfstæð og starfa óbreytt áfram. Samstöðin er hins vegar kannski aðeins flóknara úrlausnarefni þar sem hún deilir húsi með flokknum og fær þaðan um það bil 15-20% af rekstrafé sínu. En hún mun halda áfram, nú er hún komin á fjölmiðlastyrk.“ Snýrð ekki spámanni með Nachos-kurl á bringunni Núnú, fær Samstöðin ekki meira en 20 prósent frá Sósíalistaflokknum? „Það var að mig minnir 11 milljónir í fyrra. En rekstrartekjur stöðvarinnar eru rúmlega 50 milljónir.“ Það er erfitt að sjá þetta aðskilið? „Flokkurinn hefur aldrei haft dagskrárvald yfir Samstöðinni.“ Guðmundur Hrafn segir erfitt að sjá Sósíalistaflokkinn fyrir sér með Gunnar Smára, spámann sem hann er, vera hornkerlingu í flokknum.vicky marco Nei, flokkurinn hefur líka verið Gunnar Smári? „Ef stöðin getur aðlagað sig nýjum fjárhagslegum veruleika, sem ég er ekki í vafa um þá mun hún starfa óbreytt. Það er svo mikill misskilningur í gangi. Þú þarft bara að hafa þind í að vinna með svona spámanni,“ segir Guðmundur Hrafn og er þá að tala um Gunnar Smára. „Ef þú kemur beint úr sófanum með nachos-kurl á bringunni og Pepsi max í vasanum þá ertu ekkert að fara snúa honum af leið. Það þarf þolgæði, greind og næmi til að vera í svona samkomu. Að tryggja framvindu sósíalisma, afla eigin hugmyndum og erindi fylgis þá þarf taugar, maður getur ekki dregið egóið með sér.“ Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Fjölmiðlar Leigumarkaður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Sjá meira
„Að koma á fundinn á laugardag var eins og að koma inn á Warhammer-útsöluna í Nexus. Greinilegt að stórtæk smölun hafi átt sér stað,“ segir Guðmundur Hrafn sem veit varla hvort hann á að hlæja eða gráta. Aðallega er hann reiður og sár því aðdragandi aðalfundarins, sem fór fram á laugardaginn, var litaður illdeilum. „Sem eiga upphaf í óþoli örfárra gagnvart einum einstaklingi. Mér sýnist móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð við eigin framgangi, jú og ásamt persónulegum metnaði, hafa verið eldsneyti þess niðurrifs sem var mjög skipulagt og fór fram í leynd en þó miklum ákafa.“ Albaníu-Valdi studdi byltinguna Gunnar Smári Egilsson, sem var formaður framkvæmdastjórnar, var áfram í framboði til framkvæmdastjórnar þótt ljóst væri að formannstíð væri lokið, reglum samkvæmt, eftir átta ára setu. Hvorki hann né nokkur sem honum tengdist náði kjöri í framkvæmdastjórn. Þetta mega heita sérkennilegar trakteringar í ljósi þess að Gunnar Smári hefur verið prímusmótor og í raun stofnandi Sósíalistaflokksins. Hreinsanir eru kannski rétta orðið en Sanna Magdalena Mörtudóttur fyrrum leiðtogi flokksins hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum innan hans eftir að hafa tekið sér umþóttunartíma. „Svo hafa aldnir kommúnistar verið þessum hópi mikill stuðningur og boðið upp á fræðslu um valdatökur frá löndum eins og Albaníu og Víetnam. Innan sósíalistaflokksins eru að sjálfsögðu einstaklingar sem valdefla sig með fræðunum frekar en að valdefla sig með því að greina samtímann og hversdagslega stöðu alþýðunnar með persónulegri næmni og krístískri greind,“ segir Guðmundur. Það vakti nokkra athygli að Þorvaldur Þorvaldsson, sem ávallt er nefndur Albaníu-Valdi, var á fundinum og mjög atkvæðamikill. Hann var á sínum tíma formaður Alþýðufylkingarinnar sem bauð sig fram í nokkrum kosningum en náði litlu flugi. Guðmundur Hrafn segir það sitt mat að verkefni sósíalista sé að finna til raunverulegrar samkenndar eða deila örlögum með þeim sem verða undir í óheftu markaðshagkerfi og efla þau í eigin hagsmunabaráttu. Þorvaldur Þorvaldsson, Albaníu-Valdi, mótmælir við Ráðherrabústaðinn.Vísir/Vilhelm „Það eru sem betur fer fáir einstaklingar sem telja framgang sósíalisma byggjast helst á góðu bókasafni og nafnalistum en þeim hefur tekist að draga til sín hóp sem gengst upp í að geta þulið upp álíka spekilegar vangaveltur um fræðin og skreytt sig með þekkingu á framvindunni.“ Gunnar Smári prímusmótor kastað útbyrðis Guðmundur Hrafn segir að í öllum stjórnamálaflokkum sé að finna svona öfl sem sannarlega eru nauðsynlegur stuðningur við greiningu á samtímanum, við að slípa til hugmyndir og aðferðir. „En það að kasta öllu uppbyggingastarfi hreyfingar sem hefur sinnt valdeflingu öreiganna undanfarin ár, eflt stéttarvitund fjölmargra þjóðfélagshópa og búið til rými fyrir samstöðu gegn óheftu markaðshagkerfi undanfarin átta ár er að mínu mati mikið óráð.“ Guðmundur Hrafn segir miklu til kostað í framvindu sem hefur það sem eitt sitt æðsta markmið að losna við einstakling sem lagði áratug af ævi sinni í verkefnið, dró saman fólk við stofnun á Sósíalistaflokknum, valdefldi stóra hópa í samfélaginu og deildi með öllum sem vildu einstakri þekkingu sinni á samtímanum og tækifærum til breytinga. „Gunnar Smári var aðalhvatamaðurinn að því að skapa þennan nauðsynlega vettvang og var vakandi og sofandi yfir því verkefni sem leiddi til þess að gríðarstór hópur af fólki hóf samtalið um hvernig best væri að þroska með samfélaginu vitund og jarðveg fyrir upprisu almennings. Nú hefur honum verið bolað í burtu og nánast öllum þeim sem hafa sýnt þessu verkefni þolgæði og traust með fádæma heift og niðurrifi. Það er ekki burðugt veganesti nýrrar forystu að sameiningaraflið innan hennar hafi verið þessi heift eða rétttrúnaður þar sem jafnvel megalomania örfárra var fyrirferðarmikil.“ Vel á fjórða þúsund flokksmenn Guðmundur segir félagsmenn í öllum svona lýðræðislegum félagsskap verða að geta treyst því að þeir sem eru virkir og sinna í raun hinu lýðræðislega starfi gera það af heilindum. „Í Sósíalistaflokknum eru vel á fjórða þúsund félagsmenn en mjög lítill hluti þeirra tekur þátt í hinu daglega lýðræðislega starfi sem fram fer í stofnunum flokksins. Að jafnaði eru þetta um 100-150 einstaklingar þegar best lætur sem sækja fundi og láta til sín taka.“ Guðmundur Hrafn segir Leigjendasamtökin sjálfstæð samtök, þau séu ekki tengd Sósíalistaflokknum neinum böndum. En flóknara sé með Samstöðina.vísir/vilhelm/vicky marco Guðmundur Hrafn segir aðra félagsmenn einfaldlega treysta þeim sem það geri fyrir þessu verkefni. „Að við vinnum af heilindum eftir þeim hefðum og verklagi sem traust ríkir um. Það er því þeim sem hafa illt í hyggju alveg augljóst hversu fyrirstaðan við samhæfðri valdatöku er í raun lítil. Það er nákvæmlega það sem gerðist, lítill hópur ósáttra samstillti sig og smalaði sitt félagsnet til fylgilags við sig til þess eins að ná fullkomnu yfirráðum yfir stofnunum flokksins.“ Valdatakan óhemju bíræfin Eins og áður sagði var Guðmundur Hrafn forviða þegar hann gekk inn á fundinn á laugardaginn og sá hversu margir voru mættir. Hann lýsir því sem fyrir augu bar: „Ég hef verið í flokknum frá upphafi og starfað bæði innan hans og samhliða mjög þétt undanfarin 4-5 ár, en ég þurfti að líta yfir hópinn til að sjá þau andlit sem ég þekkti innan um fjöldann. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvort ég hefði óvart gengið inn á Warhammer-útsöluna í Nexus, en þangað fer ég sjálfur reglulega. Það var ljóst að gríðarleg smölun hafði átt sér stað og nokkur þekkt andlit úr kreðsum kommúnista sátu þarna líka keik í salnum.“ Guðmundur segir smölun í sjálfu sér alls ekki glæpsamlega en þegar sú hefð hafi ekki verið hluti af innra starfi flokksins og virkum félögum verið treyst fyrir því að ganga sæmilega vel um þessa samkomu og stofnanir flokksins sé þetta högg undir beltisstað. „Það er sorglegt að upplifa svona atlögu að samkomu fólks sem hefur það eina markmið að valdefla þá hópa í samfélaginu sem verða undir við óheft kapítalískt markaðshagkerfi, móta þeim vettvang til samstöðu og upprisu. Framkvæmd valdatökunnar var ótrúlega bíræfin, þar sem eigin sannfæringu og persónulegum atkvæðarétti fólks var ýtt til hliðar. Með valdatökunni var flestum stjórnum flokksins komið í hendur þessa hóps og samtals varla handfylli af öðrum félagsmönnum sem hlutu brautargengi til stjórnarsetu innan um þá sem hrifsuðu völdin til sín.“ Stórfelldar úrsagnir úr Sósíalistaflokknum Niðurstaðan er sú, að mati Guðmundar Hrafns, að búið er að færa til pólitískt vald frá kosningastjórn og inn í framkvæmdastjórn og til svæðafélaga, en aðeins eitt slíkt er starfandi. „Það er því komin á ein samhæfð allsherjarstjórn i Sósíalistaflokknum sem hefur sameinast í angri, rétttrúnaði og metnaði. Það kann ekki góðri lukku að stýra og ég get ekki með nokkru móti séð mér fært að starfa með fólki sem innleiðir svona menningu í félagskap eins og Sósíalistaflokkinn.“ Guðmundur Hrafn telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að úrsagnir úr Sósíalistaflokknum séu nú þegar komnar á annað hundrað. Og munar um minna. „Það er mikill straumur úr flokknum, og skiljanlega. Það er búið að bregðast trausti félagsmanna og jafnframt sýna fram á hversu langt sumir eru tilbúnir að ganga til að tryggja eigin framgang og ákveðinn rétttrúnað. Það kæmi mér ekki á óvart að hópurinn sem tók völdin á fundinum muni þurfa að slurka í sig eigin meðali á fundum komandi missera, nema þá að hópurinn skreppi svo mikið saman að samstillt hugsun og framkvæmd verði allsráðandi.“ Woke-ið vefst fyrir flokksmönnum Þú minnist á rétttrúnað, nú virðist manni eins og það hafi orðið ákveðin straumhvörf þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum eftir mikla messu sem hún flutti á Samstöðinni, yfir Hallgrími Helgasyni, þá um woke? Og þá er spurt: Hvort er flokkurinn meira woke nú en áður? Guðmundi vefst tunga um tönn, enda þetta líklega flókin spurning: „Flokkurinn sem slíkur hefur engan dægurspimpil. Innan hans er fólk sem skilgreinir sig sem woke, og flestir út frá ólíkum viðmiðum. Innan hans rúmast hagsmunir allra hópa sem hlunnfarnir eða jaðarsettir hafa verið í óheftu markaðs- og efnishyggju samfélagi. Þannig að, já. Sósíalistar eru woke, en sjálfur hafna ég öllu reglusetti frá fólki sem telur mig eða gæti talið mig woke á rangan hátt.“ Guðmundur Hrafn telur þessa woke-umræðu aðeins til þess fallna að kljúfa samstöðu almennings og eitra jarðveg hagsmunabaráttunnar. „Það sem er illa gert gagnvart flestum hópum sem eiga eiginlega öll félagsleg réttindi undir því að samfélagið sé woke, er að setja þessa hópa í forgrunn eða í miðju alls gildismats. Það er að mínu mati engin greiður gerður með því.“ Veit ekki hvort flokkurinn er meira woke nú en áður Guðmundur segir þessa hópa eiga skýlausan rétt á því að skilgreina sína hagsmuni og sinn tilvistargrundvöll án þess að kerfið ákveði að góð leið til að splundra öreigunum sé með því að segjast ætla að beygja samfélagið í ákveðna átt. „Ef við byggjum við sósíalíska þjóðfélagsskipan þá þyrftu þessir hópar ekki að brjóta sér leið í gegnum allt narratívið og spillinguna til að finna sinn stað og virðingu á meðal samborgara sinna. Þetta er afleiðing af misskiptingu, jaðarsetningu og sundrungu sem er innbyggt í óheft kapítalískt markaðshagkerfi.“ Þannig að svarið við spurningunni er? „Þau eiga eftir að sýna á spilin. Ég ætla ekki að gefa neinum neinn stimpil.“ Gott og vel. En hvað verður um Jackie og börnin, hvað verður um Leigjendasamtökin og hvað verður um Samstöðina? „Leigjendasamtökin eru alveg sjálfstæð og starfa óbreytt áfram. Samstöðin er hins vegar kannski aðeins flóknara úrlausnarefni þar sem hún deilir húsi með flokknum og fær þaðan um það bil 15-20% af rekstrafé sínu. En hún mun halda áfram, nú er hún komin á fjölmiðlastyrk.“ Snýrð ekki spámanni með Nachos-kurl á bringunni Núnú, fær Samstöðin ekki meira en 20 prósent frá Sósíalistaflokknum? „Það var að mig minnir 11 milljónir í fyrra. En rekstrartekjur stöðvarinnar eru rúmlega 50 milljónir.“ Það er erfitt að sjá þetta aðskilið? „Flokkurinn hefur aldrei haft dagskrárvald yfir Samstöðinni.“ Guðmundur Hrafn segir erfitt að sjá Sósíalistaflokkinn fyrir sér með Gunnar Smára, spámann sem hann er, vera hornkerlingu í flokknum.vicky marco Nei, flokkurinn hefur líka verið Gunnar Smári? „Ef stöðin getur aðlagað sig nýjum fjárhagslegum veruleika, sem ég er ekki í vafa um þá mun hún starfa óbreytt. Það er svo mikill misskilningur í gangi. Þú þarft bara að hafa þind í að vinna með svona spámanni,“ segir Guðmundur Hrafn og er þá að tala um Gunnar Smára. „Ef þú kemur beint úr sófanum með nachos-kurl á bringunni og Pepsi max í vasanum þá ertu ekkert að fara snúa honum af leið. Það þarf þolgæði, greind og næmi til að vera í svona samkomu. Að tryggja framvindu sósíalisma, afla eigin hugmyndum og erindi fylgis þá þarf taugar, maður getur ekki dregið egóið með sér.“
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Fjölmiðlar Leigumarkaður Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Sjá meira