„Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 19:22 Ásthildur Lóa sneri aftur á Alþingi í dag. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra fyrr á þessu ári, segir að nú sé að baki einn erfiðasti tími sem hún hafi gengið í gegnum. Hún þakkar fjölda fólks fyrir að styðja hana á þessu erfiða tímabili, og segir stuðninginn hafa haldið sér á floti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ásthildur sneri aftur á Alþingi í dag eftir að hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sem hún gerði samhliða því að segja af sér. „Mér líður bara mjög vel núna og mér hefur verið einstaklega vel tekið af þinginu hér í dag, sérstaklega af stjórnarmeirihlutanum og ráðherrum og þeim sem við erum að starfa með. Það hefur verið alveg dásamlegt,“ sagði Ásthildur um fyrsta daginn á þinginu. „Mér fannst þetta bara vera réttur tími. Ég vildi koma og klára þingið á þessu vori og takast á við það sem því fylgir. Og vinna að þeim góðu málum sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn er að vinna að.“ Ásthildur sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn í kjölfar þess að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri, en það var fyrir fyrir rúmum 35 árum. Sérðu eftir því að hafa sagt af þér? „Ég sé alveg eftir þeim verkefnum og því sem ég var að gera í ráðuneytinu. Ég geri það. En það var ekkert annað sem hægt var að gera. Þetta hefur verið einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum, svo það sé sagt,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún tók fram að hún hefði fundið fyrir ansi miklum stuðningi á þessum erfiðu tímum. „En ég hef fengið alveg gríðarlegan stuðning. Það hefur í raun haldið mér á floti. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þeim hundruðum, ef ekki þúsundum, sem sendu mér skilaboð til að hvetja mig áfram. Það er ómetanlegt. Það er það sem hélt mér á floti, og stuðningur fjölskyldunnar og góðra vina. Þess vegna get ég staðið hérna í dag. Það er útaf öllum þessa góða stuðningi sem ég hef fengið.“ Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ásthildur sneri aftur á Alþingi í dag eftir að hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sem hún gerði samhliða því að segja af sér. „Mér líður bara mjög vel núna og mér hefur verið einstaklega vel tekið af þinginu hér í dag, sérstaklega af stjórnarmeirihlutanum og ráðherrum og þeim sem við erum að starfa með. Það hefur verið alveg dásamlegt,“ sagði Ásthildur um fyrsta daginn á þinginu. „Mér fannst þetta bara vera réttur tími. Ég vildi koma og klára þingið á þessu vori og takast á við það sem því fylgir. Og vinna að þeim góðu málum sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn er að vinna að.“ Ásthildur sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn í kjölfar þess að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára pilti þegar hún var á þrítugsaldri, en það var fyrir fyrir rúmum 35 árum. Sérðu eftir því að hafa sagt af þér? „Ég sé alveg eftir þeim verkefnum og því sem ég var að gera í ráðuneytinu. Ég geri það. En það var ekkert annað sem hægt var að gera. Þetta hefur verið einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum, svo það sé sagt,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún tók fram að hún hefði fundið fyrir ansi miklum stuðningi á þessum erfiðu tímum. „En ég hef fengið alveg gríðarlegan stuðning. Það hefur í raun haldið mér á floti. Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka þeim hundruðum, ef ekki þúsundum, sem sendu mér skilaboð til að hvetja mig áfram. Það er ómetanlegt. Það er það sem hélt mér á floti, og stuðningur fjölskyldunnar og góðra vina. Þess vegna get ég staðið hérna í dag. Það er útaf öllum þessa góða stuðningi sem ég hef fengið.“
Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira