Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 09:09 Frá kappræðum Stöðvar 2 fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Fjórðungur svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar sagðist hafa séð upplýsingafals í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Vísir Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir. Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir.
Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira