Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 10:01 Lögreglumenn bera mótmælendur á vegum No Borders út úr dómsmálaráðuneytinu í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels