Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2025 10:59 Kjörstöðum í Skagafirði var fækkað úr átta í þrjá snemma árs 2023. Nú eru kjördeildir á Sauðárkróki, Varmahlíð og á Hofsósi. Vísir/Anton Brink Byggðarráð Skagafjarðar hefur falið sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðasta áratuginn og að í framhaldinu verði metið hvort fækkun kjörstaða hafi mögulega leitt til lakari kjörsóknar. Þetta var ákveðið á fundi byggðarráðs í gær í kjölfar tillögu Álfhildar Leifsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna og óháðra, um hvort að endurvekja ætti kjörstað í Ketilási í Fljótum í næstu þing- og sveitarstjórnarkosningum. Benti Álfhildur á að Fljótin væru jaðarsvæði þar sem veður væru oft válynd og samgöngur geti verið erfiðar, sér í lagi á haustin og veturna. Breytingartillaga um að ráðist yrði í könnun á þróun kjörstjórnar var hins vegar samþykkt samhljóða og að á meðan sú vinna væri í gangi yrði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað. Fækkuðu kjörstöðum úr átta í þrjá Í upprunalegri tillögu Álfhildar kom fram að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi í mars 2023 samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, þar sem íbúar í sveitarfélaginu gætu kosið á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. „Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum. Álfhildur Leifsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra. Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er,“ sagði Álfhildur. Segir hún ennfremur að mikilvægt sé fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós komi að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási fæli heldur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Tillaga Álfhildar veki furðu Tveir sveitarstjórnarfulltrúar meirihlutans, þeir Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, lögðu í kjölfarið fram breytingartillögu um að þróun kjörsóknar í sveitarfélaginu yrði könnuð áður ákveðið yrði að endurvekja kjörstaðinn í Ketilási í Fljótum. Taka þeir fram að tillaga Álfhildar veki furðu þar sem hún hafi sjálf samþykkt í byggðarráði og sveitarstjórn 2023 tillögu um að fækka kjörstöðum í Skagafirði í þrjá og þar með leggja af kjördeildina í Fljótum. „Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað,“ sagði í breytingartillögu Einars og Gísla sem samþykkt var samhljóða. Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi byggðarráðs í gær í kjölfar tillögu Álfhildar Leifsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna og óháðra, um hvort að endurvekja ætti kjörstað í Ketilási í Fljótum í næstu þing- og sveitarstjórnarkosningum. Benti Álfhildur á að Fljótin væru jaðarsvæði þar sem veður væru oft válynd og samgöngur geti verið erfiðar, sér í lagi á haustin og veturna. Breytingartillaga um að ráðist yrði í könnun á þróun kjörstjórnar var hins vegar samþykkt samhljóða og að á meðan sú vinna væri í gangi yrði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað. Fækkuðu kjörstöðum úr átta í þrjá Í upprunalegri tillögu Álfhildar kom fram að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi í mars 2023 samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, þar sem íbúar í sveitarfélaginu gætu kosið á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. „Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum. Álfhildur Leifsdóttir er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra. Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er,“ sagði Álfhildur. Segir hún ennfremur að mikilvægt sé fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós komi að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási fæli heldur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Tillaga Álfhildar veki furðu Tveir sveitarstjórnarfulltrúar meirihlutans, þeir Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, lögðu í kjölfarið fram breytingartillögu um að þróun kjörsóknar í sveitarfélaginu yrði könnuð áður ákveðið yrði að endurvekja kjörstaðinn í Ketilási í Fljótum. Taka þeir fram að tillaga Álfhildar veki furðu þar sem hún hafi sjálf samþykkt í byggðarráði og sveitarstjórn 2023 tillögu um að fækka kjörstöðum í Skagafirði í þrjá og þar með leggja af kjördeildina í Fljótum. „Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað,“ sagði í breytingartillögu Einars og Gísla sem samþykkt var samhljóða.
Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira