„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2025 18:36 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti er yfir sig ánægður með vel heppnaða hernaðaraðgerð dagsins. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna