„Erum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2025 20:41 Hallgrímur Jónasson sá sína menn gera jafntefli við Stjörnuna í dag. vísir/Anton Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var með blendnar tilfinningar eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli þar sem KA jafnaði leikinn undir lok leiks. Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk að líta rautt spjald seint í fyrri hálfleik og lék KA því manni fleira stóran hluta leiksins. „Svolítið blendnar tilfinningar. Ánægður með að við náðum að skora í lokin. Fyrri hálfleikur var erfiður, við byrjuðum leikinn virkilega vel, settum pressu á þá og fáum dauðafæri þar sem Ásgeir (Sigurgeirsson) fær skalla á markteig sem hann ver vel, síðan eftir svona fimm, sex mínútur fannst mér þeir svona komast meira inn í leikinn og síðan tóku þeir bara yfir leikinn og Stjarnan spiluðu bara frábærlega í fyrri hálfleik.” „Við vorum í erfiðleikum varnarlega og síðan tölum við um og lögum það í hálfleik. Við náttúrulega erum einum fleiri eftir rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks og ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Við stjórnum honum gjörsamlega og náum svona að pinna þá niður. Náum fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum og hefðum getað skorað meira en komum til baka, skoruðum, sýnum karakter og hefðum getað skorað fleiri, boltinn fer í slá og eins og mér er sagt þá áttum við að fá víti líka. Það sem ég tek með mér er flottur seinni hálfleikur og gott að ná að koma til baka.” KA svikið um víti? Samúel Kári varði boltann með hendi í eigin vítateig eftir skot frá Bjarna Aðalsteinssyni á 60. mínútu en ekkert var dæmt, KA-mönnum til mikillar gremju. Hallgrímur kveðst ekki vera búinn að skoða atvikið aftur en hann fékk gult spjald fyrir mótmæli. „Ég hef ekki náð því, en þeir bara útskýra það að Elíasi (Inga Árnasyni, dómara leiksins) fannst hann fara í hausinn á honum en ekki höndina á honum og þá bara dæmir hann það sem hann heldur að hann sjái.Það virtist enginn af dómurunum sjá það og ég efast ekki um það að þeir hefðu dæmt það ef þeir hefðu séð það og það er ekki eitthvað sem ég nenni mikið að vera spá í. Er meira að spá í hvað við erum að gera og ég er ánægður með strákana þrátt fyrir þetta atvik sem maður upplifir mjög ósanngjarnt þá höldum við áfram og við skorum og vorum í raun bara óheppnir að skora ekki fleiri mörk miðað við hvað við vorum með margar fyrirgjafir og horn og einhverja aðra bolta inni í teig.” Kærkomið frí eftir fjóra taplausa leiki í röð KA hefur er nú taplaust í fjórum leikjum í röð eftir erfiða byrjun og er tveggja vikna landsleikjahlé framundan. Hefði Hallgrímur frekar villjað halda áfram meðan liðið er safna stigum en að fara í pásu? „Ég held að það sé bara ágætt að það komi smá pása núna. Hóparnir hjá liðunum eru smá svona þreyttir. Það eru meiðsli hér og þar, líka hjá okkur, þannig ég held það sé bara kærkomið frí. Ánægður með karakterinn hjá okkur enn og aftur að koma til baka. Ég held við séum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra, eins ótrúlegt og það er, svo er deildin bara öðruvísi, þetta er ótrúlega jafnt, það virðast allir geta unnið alla og það er stutt upp og niður þannig við förum bara með góða tilfinningu inn í fríið og mætum enn þá sterkari eftir frí.” Valdimar Logi Sævarsson, 19 ára leikmaður KA, kom inn á á 87. mínútu og kom sér undir eins í tvö góð færi sem skapaði m.a. hornspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Hallgrímur gat ekki verið annað en ánægður með innkomu piltsins. „Hann bara gerir vel. Kemur inn og er góður á boltanum, með góðar sendingar, með nef fyrir svona góðum sendingum milli lína og inn í. Hann kom inn á og stóð sig vel. Ég er líka ánægður með að hann fór á fullu í návígin og var að vinna skallabolta, þannig bara frábært, hann er ungur og efnilegur strákur sem hefur spilað fullt af leikjum fyrir okkur og við vitum alveg hvað hann getur. Hann átti erfiðan vetur, meiðsli, en alltaf gaman að sjá unga stráka koma inn á og standa sig vel.“ Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Svolítið blendnar tilfinningar. Ánægður með að við náðum að skora í lokin. Fyrri hálfleikur var erfiður, við byrjuðum leikinn virkilega vel, settum pressu á þá og fáum dauðafæri þar sem Ásgeir (Sigurgeirsson) fær skalla á markteig sem hann ver vel, síðan eftir svona fimm, sex mínútur fannst mér þeir svona komast meira inn í leikinn og síðan tóku þeir bara yfir leikinn og Stjarnan spiluðu bara frábærlega í fyrri hálfleik.” „Við vorum í erfiðleikum varnarlega og síðan tölum við um og lögum það í hálfleik. Við náttúrulega erum einum fleiri eftir rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks og ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Við stjórnum honum gjörsamlega og náum svona að pinna þá niður. Náum fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum og hefðum getað skorað meira en komum til baka, skoruðum, sýnum karakter og hefðum getað skorað fleiri, boltinn fer í slá og eins og mér er sagt þá áttum við að fá víti líka. Það sem ég tek með mér er flottur seinni hálfleikur og gott að ná að koma til baka.” KA svikið um víti? Samúel Kári varði boltann með hendi í eigin vítateig eftir skot frá Bjarna Aðalsteinssyni á 60. mínútu en ekkert var dæmt, KA-mönnum til mikillar gremju. Hallgrímur kveðst ekki vera búinn að skoða atvikið aftur en hann fékk gult spjald fyrir mótmæli. „Ég hef ekki náð því, en þeir bara útskýra það að Elíasi (Inga Árnasyni, dómara leiksins) fannst hann fara í hausinn á honum en ekki höndina á honum og þá bara dæmir hann það sem hann heldur að hann sjái.Það virtist enginn af dómurunum sjá það og ég efast ekki um það að þeir hefðu dæmt það ef þeir hefðu séð það og það er ekki eitthvað sem ég nenni mikið að vera spá í. Er meira að spá í hvað við erum að gera og ég er ánægður með strákana þrátt fyrir þetta atvik sem maður upplifir mjög ósanngjarnt þá höldum við áfram og við skorum og vorum í raun bara óheppnir að skora ekki fleiri mörk miðað við hvað við vorum með margar fyrirgjafir og horn og einhverja aðra bolta inni í teig.” Kærkomið frí eftir fjóra taplausa leiki í röð KA hefur er nú taplaust í fjórum leikjum í röð eftir erfiða byrjun og er tveggja vikna landsleikjahlé framundan. Hefði Hallgrímur frekar villjað halda áfram meðan liðið er safna stigum en að fara í pásu? „Ég held að það sé bara ágætt að það komi smá pása núna. Hóparnir hjá liðunum eru smá svona þreyttir. Það eru meiðsli hér og þar, líka hjá okkur, þannig ég held það sé bara kærkomið frí. Ánægður með karakterinn hjá okkur enn og aftur að koma til baka. Ég held við séum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra, eins ótrúlegt og það er, svo er deildin bara öðruvísi, þetta er ótrúlega jafnt, það virðast allir geta unnið alla og það er stutt upp og niður þannig við förum bara með góða tilfinningu inn í fríið og mætum enn þá sterkari eftir frí.” Valdimar Logi Sævarsson, 19 ára leikmaður KA, kom inn á á 87. mínútu og kom sér undir eins í tvö góð færi sem skapaði m.a. hornspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Hallgrímur gat ekki verið annað en ánægður með innkomu piltsins. „Hann bara gerir vel. Kemur inn og er góður á boltanum, með góðar sendingar, með nef fyrir svona góðum sendingum milli lína og inn í. Hann kom inn á og stóð sig vel. Ég er líka ánægður með að hann fór á fullu í návígin og var að vinna skallabolta, þannig bara frábært, hann er ungur og efnilegur strákur sem hefur spilað fullt af leikjum fyrir okkur og við vitum alveg hvað hann getur. Hann átti erfiðan vetur, meiðsli, en alltaf gaman að sjá unga stráka koma inn á og standa sig vel.“
Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira