„Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 13:00 Hildur Antonsdóttir segir Ísland þurfa að halda liðinu þéttu og finna réttu leiðirnar fram á við. vísir / lýður Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira