Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Hópur meðlima No Borders skrifar 3. júní 2025 07:15 Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar