Börnin á Gaza eru ekki í fríi Bjarni Fritzson, Blær Guðmundsdóttir, Elías Rúni Þorsteinsson, Elísabet Thoroddsen, Gunnar Helgason, Linda Ólafsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir skrifa 3. júní 2025 10:31 Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun