„Ættum frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2025 16:11 Málefni körfuboltafélagsins Aþenu hafa vakið athygli undanfarna daga en óljóst er með framtíð þess. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Samstarfið við Leikni verið farsælt Brynjar Karl og Jóhanna Jakobsdóttir annar talsmaður Aþenu segja félagið ekki getað starfað undir slíkri aðgreiningu. Samningurinn sem rann út á dögunum var rekstrarsamningur en nú sé einungis verið að bjóða þeim afnotasamning. Með honum kæmi Aþena til með að missa lyklavöld að æfingahúsinu með þeim afleiðingum að í hvert skipti sem félagið ætlaði að halda aukaæfingar, æfingakeppnir eða aðra viðburði innan félagsins, utan tilsettra æfingatíma, þyrfti að biðja um leyfi og fjármagn fyrir því. Hann segir ótal viðburði fara fram á vegum félagsins utan æfingatíma og þeir séu bæði tengdir körfubolta og ekki. Viðburðirnir séu meðal annars félagslegur vettvangur fyrir börn úr viðkvæmustu hópum samfélagsins. „Rekstrarsamningur þýðir hjá Reykjavíkurborg að þú ert með lyklavöld og þarft ekki að spyrja um leyfi frá Reykjavíkurborg til að fara inn í húsið,“ útskýrir Jóhanna í samtali við fréttastofu, en hún sér um rekstur hússins ásamt Leikni. Hún segir samstarf félaganna tveggja hafa gengið farsællega undanfarin ár. „Þeir eru bara úti í fótbolta og við inni í körfubolta,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Þurfi félagið að biðja um aðgang að húsinu í hvert skipti sem til stendur að halda viðburði utan æfinga þurfi að kalla út manneskju á vegum borgarinnar í það sem sé gríðarlega kostnaðarsamt. „Þetta er bara leið til að drepa félagið,“ segir Jóhanna. Brynjar og Jóhanna nefna dæmi ótal viðburða sem félagið stendur fyrir utan körfuboltans. Aukaæfingar, æfingaleiki, hópefli og svo framvegis. „Með þessu eru þau að taka allt samfélagið út úr félaginu,“ segir Jóhanna. Komu af fjöllum vegna mannréttindaákvæða Bæði sátu þau fund með Skúla Helgasyni formanni menningar- og íþróttaráðs í gær. Brynjar kveðst vera með óbragð í munninum yfir því sem fram kom á fundinum samanborið við þau svör sem Skúli gaf fréttastofu. Hann sagðist hafa sent fulltrúum Aþenu samningsupplegg eftir fundinn til að staðfesta þær tillögur sem kynntar hefðu verið. Brynjar og Jóhanna segjast bæði koma af fjöllum hvað varðar ákvæði um samskipti og mannréttindastefnu borgarinnar. Þau segjast ekki hafa heyrt af slíku fyrr en frétt þess efnis birtist fyrr í dag. „Hann minntist aldrei á einhvern mannréttindasamning og af hverju verið væri að henda því inn. Ef þeim finnst eitthvað að geta þeir alveg gert athugasemd við það en það hefur enginn gert athugasemd við eitt né neitt. Þeim er drullusama um börnin. Og að segja svo að þetta snúist allt um börnin er bara hræsni,“ segir Brynjar og heldur áfram: „Við ættum miklu frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála sem þeir þurfa að standa við. Af því að ef einhver er ekki að fylgja mannréttindum þá er það Reykjavíkurborg.“ Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Borgarstjórn Leiknir Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Samstarfið við Leikni verið farsælt Brynjar Karl og Jóhanna Jakobsdóttir annar talsmaður Aþenu segja félagið ekki getað starfað undir slíkri aðgreiningu. Samningurinn sem rann út á dögunum var rekstrarsamningur en nú sé einungis verið að bjóða þeim afnotasamning. Með honum kæmi Aþena til með að missa lyklavöld að æfingahúsinu með þeim afleiðingum að í hvert skipti sem félagið ætlaði að halda aukaæfingar, æfingakeppnir eða aðra viðburði innan félagsins, utan tilsettra æfingatíma, þyrfti að biðja um leyfi og fjármagn fyrir því. Hann segir ótal viðburði fara fram á vegum félagsins utan æfingatíma og þeir séu bæði tengdir körfubolta og ekki. Viðburðirnir séu meðal annars félagslegur vettvangur fyrir börn úr viðkvæmustu hópum samfélagsins. „Rekstrarsamningur þýðir hjá Reykjavíkurborg að þú ert með lyklavöld og þarft ekki að spyrja um leyfi frá Reykjavíkurborg til að fara inn í húsið,“ útskýrir Jóhanna í samtali við fréttastofu, en hún sér um rekstur hússins ásamt Leikni. Hún segir samstarf félaganna tveggja hafa gengið farsællega undanfarin ár. „Þeir eru bara úti í fótbolta og við inni í körfubolta,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Þurfi félagið að biðja um aðgang að húsinu í hvert skipti sem til stendur að halda viðburði utan æfinga þurfi að kalla út manneskju á vegum borgarinnar í það sem sé gríðarlega kostnaðarsamt. „Þetta er bara leið til að drepa félagið,“ segir Jóhanna. Brynjar og Jóhanna nefna dæmi ótal viðburða sem félagið stendur fyrir utan körfuboltans. Aukaæfingar, æfingaleiki, hópefli og svo framvegis. „Með þessu eru þau að taka allt samfélagið út úr félaginu,“ segir Jóhanna. Komu af fjöllum vegna mannréttindaákvæða Bæði sátu þau fund með Skúla Helgasyni formanni menningar- og íþróttaráðs í gær. Brynjar kveðst vera með óbragð í munninum yfir því sem fram kom á fundinum samanborið við þau svör sem Skúli gaf fréttastofu. Hann sagðist hafa sent fulltrúum Aþenu samningsupplegg eftir fundinn til að staðfesta þær tillögur sem kynntar hefðu verið. Brynjar og Jóhanna segjast bæði koma af fjöllum hvað varðar ákvæði um samskipti og mannréttindastefnu borgarinnar. Þau segjast ekki hafa heyrt af slíku fyrr en frétt þess efnis birtist fyrr í dag. „Hann minntist aldrei á einhvern mannréttindasamning og af hverju verið væri að henda því inn. Ef þeim finnst eitthvað að geta þeir alveg gert athugasemd við það en það hefur enginn gert athugasemd við eitt né neitt. Þeim er drullusama um börnin. Og að segja svo að þetta snúist allt um börnin er bara hræsni,“ segir Brynjar og heldur áfram: „Við ættum miklu frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála sem þeir þurfa að standa við. Af því að ef einhver er ekki að fylgja mannréttindum þá er það Reykjavíkurborg.“
Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Borgarstjórn Leiknir Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira