Þungir dómar fyrir að smygla fleiri lítrum af kókaíni Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 16:47 Fólkið skildi töskurnar með efnunum í eftir í töskusal Leifsstöðvar. Vísir/Sigurjón Karl og kona hafa hlotið 4,5 ára fangelsisdóma fyrir að flytja inn samtals 8,4 lítra af kókaínbasa með flugi frá Mílanó á Ítalíu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira