Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 10:56 Vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt í Mjóddinni vegna ofbeldisöldu í Breiðholti. Tveir öryggisverðir voru þar störfum síðustu fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Strætó varði milljónum króna í öryggisgæslu í Mjódd síðustu mánuði þar sem vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt við biðstöðina. Strætó hætti þessari auknu gæslu um mánaðamótin. Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes. Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mjódd Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes.
Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mjódd Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira