Leita leiða til að auðvelda framsal fanga til heimalands síns Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Unnið er að því að auðvelda yfirvöldum að framselja fanga til síns heimalands. Dómsmálaráðherra var ráðlagt af samráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, áður en við upplifum erfiðleikana í innflytjendamálum sem glímt er við þar. Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg. Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg.
Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira