Beðasléttur í borginni: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 19:21 Þuríður Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Laugarnesbænum og segir framkvæmdirnar hafa valdið miklum skaða. Vísir/Lýður Valberg Laugarnesvinir óttast að óafturkræfar skemmdir hafi verið unnar á fornminjum á Laugarnesi í framkvæmdum Veitna. Til stendur að leggja þar lagnastokk en að sögn Veitna er grafið á grunnu dýpi og minjar því ekki í hættu. Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“ Reykjavík Fornminjar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“
Reykjavík Fornminjar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels