Telja Ísraelsher hafa umkringt bát Thunberg Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2025 23:31 Greta Thunberg er meðal þeirra sem sigla um borð í Madleen á leið til Gasa. EPA Tólf aðgerðarsinnar, þar á meðal loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, ætla sér að sigla til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur og á sama tíma mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu. Þau nálgast ströndina óðfluga en hermenn Ísraelshers hafa flogið drónum yfir bátinn. Hermenn hersins nálgast bátinn. Varnarmálaráðherra Ísraels skipaði ísraelska hernum fyrr í dag að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist að ströndum Gasastrandarinnar. Rétt fyrir klukkan ellefu á íslenskum tíma birti Thiago Ávila, einn aðgerðarsinnanna, myndskeið á Instagram þar sem þau sögðu báta Ísraelshers umkringja bátinn þeirra Madleen. „Ísraelski herinn er hérna núna, hringið öllum bjöllum. Við erum umkringd af bátunum þeirra. Já þetta er hindrun, það er verið að fremja stríðsglæp akkúrat núna. Gerið það, hringið öllum viðvörunarbjöllum,“ sagði Thiago Ávila í myndskeiði á Instagram-síðu sinni. Hann er einn af tólf aðgerðarsinnum í bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Í myndbandinu heyrist hvernig viðvörunarbjöllur ómuðu en í myndbandi birt nokkrum mínútum síðar segir Ávila alla bátana hafa horfið. „Við erum í Miðjarðarhafinu þar sem við kveiktum á viðvörunarbjöllum því það komu mjög margir bátar að okkur í einu og umkringdu bátinn. Síðan hurfu þeir. Þetta getur verið hernaðaráætlun að koma aftan að okkur með ljósin slökkt,“ segir hann í seinna myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Allir skipverjar höfðu farið í björgunarvesti og kveikt á viðvörunarbjöllunum. Þau virðast viss um að fulltrúar Ísraels muni láta sjá sig fyrr en síðar. „Þegar þeir koma svo í raun um borð í bátinn munu þeir koma í veg fyrir að við getum átt í samskiptum við umheiminn. Núna er tíminn til að deila öllum upplýsingum sem við höfum. Við vitum ekki enn hvort þetta sé árás, hvort þeir séu að koma til að drepa okkur eða stöðva okkur eða ræna fólki,“ segir hann. „Við reynum að halda ykkur upplýstum en líklegast er að þegar þeir koma munum við ekki geta átt í samskiptum við umheiminn.“ Uppfært 23:40: Drónar Ísraelshers eru fyrir ofan bátinn samkvæmt nýju myndskeiði Ávila. Hann heyrist biðja skipverja um að fela sig þar sem um er að ræða sömu dróna og skutu á bát ferðalanga í sömu erindagjörðum fyrir um mánuði síðan. Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir frá samskiptum sínum við hópinn á samfélagsmiðlinum X. Hún segir tvo dróna fljúga yfir bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Það er verið að ráðast á okkur,“ segir Ávila í öðru myndskeiði. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 23:46: Í nýjasta myndskeiði Ávila segir hann Ísraelsher koma í veg fyrir að skipverjarnir nái talstöðvarsambandi. Ónefndur einstaklingur heyrist tala stöðugt á talstöðvarrásinni svo ekki sé hægt að nota hana. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:03: „Við erum ekki hætt, við erum ennþá á leiðinni til Gasa, við erum ekki hrædd,“ segir Ávila í nýju myndskeiði. Hann sýnir einnig drónana út um gluggann sem eru einungis nokkrum metrum frá bátnum. Þrátt fyrir það segir hann alla skipverja vera í góðu lagi en þau ætli að halda sig innandyra í bili. Í annarri færslu segir hann drónana sprauta einhverju hvítu efni á bátinn. Óvíst er um hvernig efni er að ræða. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:11: Hraðbátar Ísraelshers eru komnir að Madleen samkvæmt Albanese og enginn særður. Hún heyrði skipstjóra bátsins ræða við hermenn Ísralehers og heyrði hann segja að annar hraðbátur væri að nálgast áður en hún missti samband við skipverjana. BREAKING1AM UK time. Israeli speedboat reached Madleen. "At the time the boat was intercepted no one is wounded" the captain asked me to record. I heard the soldiers speaking while the captain was on the phone with me. I lost connection with the captain as he was telling me that… https://t.co/BVzbjd4zyK— Francesca Albanese, UN Special Rapporteur oPt (@FranceskAlbs) June 9, 2025 Hægt er að fylgjast með ferðalaginu í rauntíma hér. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Varnarmálaráðherra Ísraels skipaði ísraelska hernum fyrr í dag að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist að ströndum Gasastrandarinnar. Rétt fyrir klukkan ellefu á íslenskum tíma birti Thiago Ávila, einn aðgerðarsinnanna, myndskeið á Instagram þar sem þau sögðu báta Ísraelshers umkringja bátinn þeirra Madleen. „Ísraelski herinn er hérna núna, hringið öllum bjöllum. Við erum umkringd af bátunum þeirra. Já þetta er hindrun, það er verið að fremja stríðsglæp akkúrat núna. Gerið það, hringið öllum viðvörunarbjöllum,“ sagði Thiago Ávila í myndskeiði á Instagram-síðu sinni. Hann er einn af tólf aðgerðarsinnum í bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Í myndbandinu heyrist hvernig viðvörunarbjöllur ómuðu en í myndbandi birt nokkrum mínútum síðar segir Ávila alla bátana hafa horfið. „Við erum í Miðjarðarhafinu þar sem við kveiktum á viðvörunarbjöllum því það komu mjög margir bátar að okkur í einu og umkringdu bátinn. Síðan hurfu þeir. Þetta getur verið hernaðaráætlun að koma aftan að okkur með ljósin slökkt,“ segir hann í seinna myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Allir skipverjar höfðu farið í björgunarvesti og kveikt á viðvörunarbjöllunum. Þau virðast viss um að fulltrúar Ísraels muni láta sjá sig fyrr en síðar. „Þegar þeir koma svo í raun um borð í bátinn munu þeir koma í veg fyrir að við getum átt í samskiptum við umheiminn. Núna er tíminn til að deila öllum upplýsingum sem við höfum. Við vitum ekki enn hvort þetta sé árás, hvort þeir séu að koma til að drepa okkur eða stöðva okkur eða ræna fólki,“ segir hann. „Við reynum að halda ykkur upplýstum en líklegast er að þegar þeir koma munum við ekki geta átt í samskiptum við umheiminn.“ Uppfært 23:40: Drónar Ísraelshers eru fyrir ofan bátinn samkvæmt nýju myndskeiði Ávila. Hann heyrist biðja skipverja um að fela sig þar sem um er að ræða sömu dróna og skutu á bát ferðalanga í sömu erindagjörðum fyrir um mánuði síðan. Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir frá samskiptum sínum við hópinn á samfélagsmiðlinum X. Hún segir tvo dróna fljúga yfir bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Það er verið að ráðast á okkur,“ segir Ávila í öðru myndskeiði. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 23:46: Í nýjasta myndskeiði Ávila segir hann Ísraelsher koma í veg fyrir að skipverjarnir nái talstöðvarsambandi. Ónefndur einstaklingur heyrist tala stöðugt á talstöðvarrásinni svo ekki sé hægt að nota hana. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:03: „Við erum ekki hætt, við erum ennþá á leiðinni til Gasa, við erum ekki hrædd,“ segir Ávila í nýju myndskeiði. Hann sýnir einnig drónana út um gluggann sem eru einungis nokkrum metrum frá bátnum. Þrátt fyrir það segir hann alla skipverja vera í góðu lagi en þau ætli að halda sig innandyra í bili. Í annarri færslu segir hann drónana sprauta einhverju hvítu efni á bátinn. Óvíst er um hvernig efni er að ræða. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:11: Hraðbátar Ísraelshers eru komnir að Madleen samkvæmt Albanese og enginn særður. Hún heyrði skipstjóra bátsins ræða við hermenn Ísralehers og heyrði hann segja að annar hraðbátur væri að nálgast áður en hún missti samband við skipverjana. BREAKING1AM UK time. Israeli speedboat reached Madleen. "At the time the boat was intercepted no one is wounded" the captain asked me to record. I heard the soldiers speaking while the captain was on the phone with me. I lost connection with the captain as he was telling me that… https://t.co/BVzbjd4zyK— Francesca Albanese, UN Special Rapporteur oPt (@FranceskAlbs) June 9, 2025 Hægt er að fylgjast með ferðalaginu í rauntíma hér.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira