„Erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 10:33 Formaður félagsins segir að húmor hafi vakið fyrir Þorbirningum frekar en pólitísk hugmyndafræði. Vísir/Samsett Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir félagið ekki lýsa yfir stuðningi við Donald Trump Bandaríkjaforseta með umdeildum derhúfum sem það setti í sölu í gær. Staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar segir að einingar innan félagsins séu sjálfstæðar en að málið verði skoðað. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik. Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik.
Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira