Sviptur fyrirliðabandinu og mun aldrei spila fyrir þjálfara Póllands Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 11:01 Robert Lewandowski mun ekki spila aftur fyrir Pólland meðan Michal Probierz er landsliðsþjálfari. Christof Koepsel - UEFA/UEFA via Getty Images Eftir að hafa verið sviptur fyrirliðabandinu hefur Robert Lewandowski tilkynnt að hann muni aldrei spila fyrir núverandi landsliðsþjálfara Póllands, Michal Probierz. Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025 Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025
Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira