Mjög áhyggjufull yfir tilfærslu ráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 12:18 Ásthildur Sturtudóttir er bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Fjármögnun vegna fyrirhugaðar uppbyggingar fjögurra verkmenntaskóla á landsbyggðinni hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri gagnrýnir að hafa fengið að vita af ákvörðuninni í gegnum fjölmiðla, og segir hana koma sveitarfélaginu í opnu skjöldu. Formaður fjárlaganefndar segir tilfærsluna ósköp eðlilega. Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels