Orri Harðarson er allur Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 13:12 Orri Harðarson var kátur á styrktartónleikum sem haldnir voru 22. febrúar. Daníel Þór Ágústsson Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017. Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll. Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll.
Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels