Persónuvernd lagði Landlækni en sektin milduð Agnar Már Másson skrifar 10. júní 2025 15:34 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Persónuvernd mátti sekta embætti Landlæknis fyrir öryggisbresti sem vörðuðu tugir þúsunda Íslendinga. Héraðsdómari mildaði þó stjórnvaldssektina úr 12 milljónum í 8 milljónir þar sem Landlæknir þótti samvinnufús við að upplýsa um málið. Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent