Olíudreifing sýknuð af tug milljóna króna bótakröfu Costco Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2025 10:44 Eldsneytisstöð Costco í Kauptúni í Garðabæ. Dísilolía lak þaðan út í fráveitukerfi Hafnarfjarðar haustið 2022. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Olíudreifingu af rúmlega sjötíu milljóna króna bótakröfu Costco vegna olíuleka á bensínstöð verslunarrisans í Garðabæ árið 2022. Meira en hundrað þúsund lítrar af olíu láku út í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Ekkert stöðugt eftirlit með stöðinni var tryggt. Costco stefndi Olíudreifingu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir vegna lekans á þeim forsendum að meginorsök hans hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði aftengt nema í bensínstöðinni þremur mánuðum áður en lekinn kom upp. Í dómi héraðsdóms kemur þó fram að Costco hafði fengið fjölda vísbendinga um að olía læki frá stöðinni í fleiri vikur áður en það greip loks til einhverra aðgerða. Það gerðist ekki fyrr en eftir að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar rakti uppruna óþefs frá olíu eða bensíni, sem bæjarbúar þar höfðu kvartað undan að bærist úr fráveitukerfi og inn í híbýli, til bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Rannsókn Costco leiddi síðar í ljós rúmlega 111 þúsund lítrar af dísilolíu hefðu lekið út í fráveitukerfið. Umhverfisstofnun sektaði Costco um tuttugu milljónir króna fyrir stórkostlegt gáleysi með alvarlegu athafnaleysi í tengslum við olíulekann. Verslunarrisinn mat tjón sitt á rúmar sjötíu milljónir króna, þar af tæpar 38 milljónir króna í tapaðar tekjur af olíunni sem fór fyrir bí. Tóku nema úr sambandi svo hægt væri að dæla olíu aftur Við meðferð málsins kom í ljós að ekkert formlegt samningssamband var á milli Costco og Olíudreifingar. Fyrrnefnda fyrirtækið keypti þess í stað þjónustu af Olíudreifingu við viðhald á bensínstöðinni eftir þörfum. Franska fyrirtækið Gilbarco sinnti hins vegar fjarvöktun á stöðinni fyrir Costco. Það komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök þess að öryggiskerfi hefði ekki komið í veg fyrir olíulekann hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði tengt fram hjá öryggiskerfinu í lok ágúst 2022. Costco óskaði eftir þjónustu Costco þegar Gilbarco varð vart við leka á tveimur dælum á bensínstöðinni 30. ágúst 022. Starfsmenn Olíudreifingar fundu engin merki um leka eða bilun á stöðinni. Daginn eftir sendi Costco Olíudreifingu tölvupóst um að ekki væri hægt að dæla dísilolíu úr dælunum. Það var þá sem starfsmaður Olíudreifingar aftengdi rakaskynjara. Fyrirtækið sagði að villa í öryggiskerfi Gilbarco hefði valdið því að ekki væri hægt að dæla. Því hefði þurft að aftengja rakanema í öryggiskerfinu sem virtist valda villunni. Costco hefði fengið upplýsingar um það. Verslun bandaríska verslunarrisans Costco er staðsett í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er rakið hvernig viðvörunarljós hafi haldið áfram að loga hjá Gilbarco eftir að starfsmenn Olíudreifingar aftengdu nemann. Eftir að olíulögn byrjaði að leka í nóvember hafi boð sem bárust til Gilbarco farið inn á sama viðvörunarljósið sem hafði þá logað í tæpa þrjá mánuði og því hafi fyrirtækið ekki orðið vart við neina breytingu. Engu að síður sýndi eftirlitskerfi franska fyrirtækisins að umtalsverð rýrnun á dísilolíu hefði átt sér stað skömmu eftir að lekinn hófst. Það gæti verið merki um hugsnalegan þjófnað eða leka. Í byrjun desember fór starfsmenn innkaupadeildar Costco að gruna að eitthvað amaði að en Gilbarco rakti það til tæknivillu. Lekinn uppgötvaðist svo ekki fyrr en 30. desember. Í ljós kom að barki við dísilolíugeymi hefði gefið sig og olía lekið í olíuskilju þannig að hún hefði komist í fráveitukerfið. Ekkert eftirlit með stöðinni tryggt Héraðsdómur, sem var meðal annars skipaður sérfróðum meðdómanda, taldi ekkert benda til þess að Olíudreifing hefði haft sérstaka skyldu til þess að annast almennt eftirlit og viðhald á bensínstöð Costco umfram þau einstöku verkefni sem fyrirtækið var beðið um að taka að sér. Enginn þjónustusamningur hafi verið til staðar á milli fyrirtækjanna tveggja. Um atvikið þar sem rakaneminn var aftengdur vegna villuboða segir dómurinn að Olíudreifing hafi verið kölluð út til þess að koma dísildælunum aftur í gang. Aðgerðin hafi verið tilgreind í reikningi Olíudreifingar til Costco og því hafi síðarnefnda fyrirtækinu mátt vera ljóst hvað hafði verið gert. Taldi dómurinn að fleiri og frekari vísbendingar hefðu komið fram um lekann sem Costco eða Gilbarco hefðu átt að taka mið af eins og stöðuga og óeðlilega mikla rýrnun á dísilolíu á stöðinni. Meginorsök lekans hefði verið að engin stöðug þjónusta við bensínstöðina hefði verið tryggð. Þá hefði ekki verið fylgst með vísbendingum um gríðarlega rýrnun á eldsneytinu þar. Því sýknaði héraðsdómur Olíudreifingu af kröfu Costco. Costco þarf að greiða rúmar 2,8 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Jarðefnaeldsneyti Costco Garðabær Umhverfismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Costco stefndi Olíudreifingu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir vegna lekans á þeim forsendum að meginorsök hans hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði aftengt nema í bensínstöðinni þremur mánuðum áður en lekinn kom upp. Í dómi héraðsdóms kemur þó fram að Costco hafði fengið fjölda vísbendinga um að olía læki frá stöðinni í fleiri vikur áður en það greip loks til einhverra aðgerða. Það gerðist ekki fyrr en eftir að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar rakti uppruna óþefs frá olíu eða bensíni, sem bæjarbúar þar höfðu kvartað undan að bærist úr fráveitukerfi og inn í híbýli, til bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Rannsókn Costco leiddi síðar í ljós rúmlega 111 þúsund lítrar af dísilolíu hefðu lekið út í fráveitukerfið. Umhverfisstofnun sektaði Costco um tuttugu milljónir króna fyrir stórkostlegt gáleysi með alvarlegu athafnaleysi í tengslum við olíulekann. Verslunarrisinn mat tjón sitt á rúmar sjötíu milljónir króna, þar af tæpar 38 milljónir króna í tapaðar tekjur af olíunni sem fór fyrir bí. Tóku nema úr sambandi svo hægt væri að dæla olíu aftur Við meðferð málsins kom í ljós að ekkert formlegt samningssamband var á milli Costco og Olíudreifingar. Fyrrnefnda fyrirtækið keypti þess í stað þjónustu af Olíudreifingu við viðhald á bensínstöðinni eftir þörfum. Franska fyrirtækið Gilbarco sinnti hins vegar fjarvöktun á stöðinni fyrir Costco. Það komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök þess að öryggiskerfi hefði ekki komið í veg fyrir olíulekann hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði tengt fram hjá öryggiskerfinu í lok ágúst 2022. Costco óskaði eftir þjónustu Costco þegar Gilbarco varð vart við leka á tveimur dælum á bensínstöðinni 30. ágúst 022. Starfsmenn Olíudreifingar fundu engin merki um leka eða bilun á stöðinni. Daginn eftir sendi Costco Olíudreifingu tölvupóst um að ekki væri hægt að dæla dísilolíu úr dælunum. Það var þá sem starfsmaður Olíudreifingar aftengdi rakaskynjara. Fyrirtækið sagði að villa í öryggiskerfi Gilbarco hefði valdið því að ekki væri hægt að dæla. Því hefði þurft að aftengja rakanema í öryggiskerfinu sem virtist valda villunni. Costco hefði fengið upplýsingar um það. Verslun bandaríska verslunarrisans Costco er staðsett í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er rakið hvernig viðvörunarljós hafi haldið áfram að loga hjá Gilbarco eftir að starfsmenn Olíudreifingar aftengdu nemann. Eftir að olíulögn byrjaði að leka í nóvember hafi boð sem bárust til Gilbarco farið inn á sama viðvörunarljósið sem hafði þá logað í tæpa þrjá mánuði og því hafi fyrirtækið ekki orðið vart við neina breytingu. Engu að síður sýndi eftirlitskerfi franska fyrirtækisins að umtalsverð rýrnun á dísilolíu hefði átt sér stað skömmu eftir að lekinn hófst. Það gæti verið merki um hugsnalegan þjófnað eða leka. Í byrjun desember fór starfsmenn innkaupadeildar Costco að gruna að eitthvað amaði að en Gilbarco rakti það til tæknivillu. Lekinn uppgötvaðist svo ekki fyrr en 30. desember. Í ljós kom að barki við dísilolíugeymi hefði gefið sig og olía lekið í olíuskilju þannig að hún hefði komist í fráveitukerfið. Ekkert eftirlit með stöðinni tryggt Héraðsdómur, sem var meðal annars skipaður sérfróðum meðdómanda, taldi ekkert benda til þess að Olíudreifing hefði haft sérstaka skyldu til þess að annast almennt eftirlit og viðhald á bensínstöð Costco umfram þau einstöku verkefni sem fyrirtækið var beðið um að taka að sér. Enginn þjónustusamningur hafi verið til staðar á milli fyrirtækjanna tveggja. Um atvikið þar sem rakaneminn var aftengdur vegna villuboða segir dómurinn að Olíudreifing hafi verið kölluð út til þess að koma dísildælunum aftur í gang. Aðgerðin hafi verið tilgreind í reikningi Olíudreifingar til Costco og því hafi síðarnefnda fyrirtækinu mátt vera ljóst hvað hafði verið gert. Taldi dómurinn að fleiri og frekari vísbendingar hefðu komið fram um lekann sem Costco eða Gilbarco hefðu átt að taka mið af eins og stöðuga og óeðlilega mikla rýrnun á dísilolíu á stöðinni. Meginorsök lekans hefði verið að engin stöðug þjónusta við bensínstöðina hefði verið tryggð. Þá hefði ekki verið fylgst með vísbendingum um gríðarlega rýrnun á eldsneytinu þar. Því sýknaði héraðsdómur Olíudreifingu af kröfu Costco. Costco þarf að greiða rúmar 2,8 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Jarðefnaeldsneyti Costco Garðabær Umhverfismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels