Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 16:57 Hæstiréttur staðfesti fimm ára nauðgunardóm Najeb Mohammad Alhaj Husin í dag. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér. Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér.
Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39