Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 16:19 María Heimisdóttir Landlæknir hefur svipt Guðmund Karl Snæbjörnsson, betur þekktan sem Kalla Snæ, læknaleyfi og alveg ljóst að það er ekki nokkuð sem Guðmundur Karl ætlar að láta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. vísir/anton brink Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira