Ísland fyrsta landið til að dreifa Naloxone í öll fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 11:15 Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Tveimur til þremur kössum af nefúðanum verður komið fyrir á hverjum gangi í fangelsunum. Aðsend Matthildur, samtök um skaðaminnkun, Afstaða, félag um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnun hafa nú hafið dreifingu Naloxone nefúða á öllum göngum í íslenskum fangelsum. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Á síðustu árum hafa lyfjatengd andlát verið mörg á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi, sem þýðir meira en ein manneskja á viku. Af þeim voru 61 prósent af völdum ofskömmtunar á ópíóíðum. „Þetta er mikilvægt öryggismál. Markmiðið er skýrt: Enginn einstaklingur í fangelsi á að þurfa að láta lífið vegna ópíóíða ofskömmtunar, ef hægt er að koma í veg fyrir það með einföldum hætti, það er okkar skylda að gera Naloxone lyfið aðgengilegt,“ segir Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna. Í tilkynningu segir að verkefnið feli í sér að Matthildarsamtökin, í samvinnu við jafningja frá Afstöðu, sjái um að veita fræðslu um áhættur ópíóíða og notkun Naloxone inn á öllum göngum í fangelsum landsins. Fangelsismálastofnun hefur pantað Naloxone nefúða sem verða settir á alla ganga í fangelsum ásamt upplýsingabæklingi. Að auki fá fangaverðir þjálfun í skyndihjálp og notkun Naloxone. Heilbrigðisráðuneytið greiðir kostnað við dreifingu Naloxone á Íslandi. 52 fengið fræðslu Þann 4. júní var farið með fyrstu fræðsluna í fangelsið á Hólmsheiði þar sem 25 einstaklingar fengu fræðslu og þjálfun. Þann 11. júní var sama fræðsla veitt á Litla-Hraun til 27 einstaklinga. Í heildina hafa 52 einstaklingar í afplánun fengið fræðslu og þjálfun í notkun Naloxone. Matthildarsamtökin sjá um að fræðslan fari fram í samstarfi við yfirstjórn og starfsfólk fangelsa, en hún er sérsniðin fyrir aðstæður hvers staðar. Í fangelsunum á Litla-Hrauni og Hólmsheiði verður farið inn á hvern gang fyrir sig, en á Kvíabryggju og Sogni verða haldnar sameiginlegar fræðslur fyrir alla. Í fræðslunni verður fjallað um hvað ópíóíðar eru, helstu hættur þeirra, einkenni ofskömmtunar af þeirra völdum, hvernig Naloxone virkar og hvernig á að nota nefúðann. Skylda til að bregðast við „Við vitum að vímuefni rata því miður inn í fangelsi víða um heim, en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum siðferðilega og faglega skyldu til að bregðast við með raunhæfum aðgerðum sem bjarga mannslífum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Samstarfsverkefnið er samkvæmt tilkynningu meðal annars viðbragð við haldlagningu Tollgæslunnar í apríl á þessu ári, þegar tuttugu þúsund falsaðar OxyContin töflur sem innihéldu Nitazene voru haldlagðar. Töflurnar voru að öllum líkindum á leið inn á ólöglegan vímuefnamarkað hér á landi. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu, félags fanga.Vísir/Ívar Fannar „Með hliðsjón af því að hátt hlutfall fólks í afplánun á Íslandi á sögu um alvarlegan vímuefnavanda, er mikilvægt að veita fólki í afplánum fræðslu um rétt viðbrögð við ofskömmtun á ópíóíðum og notkun Naloxone nefúða. Verkefnið er jafnframt mikilvæg forvarnarvinna, þar sem erfitt getur reynst að ná til hluta hópsins utan fangelsa, meðal annars vegna erfiðra félagslegra aðstæðna eða heimilisleysis,“ segir að lokum í tilkynningunni. Fíkn Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Tengdar fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. 27. janúar 2025 06:47 Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Á síðustu árum hafa lyfjatengd andlát verið mörg á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi, sem þýðir meira en ein manneskja á viku. Af þeim voru 61 prósent af völdum ofskömmtunar á ópíóíðum. „Þetta er mikilvægt öryggismál. Markmiðið er skýrt: Enginn einstaklingur í fangelsi á að þurfa að láta lífið vegna ópíóíða ofskömmtunar, ef hægt er að koma í veg fyrir það með einföldum hætti, það er okkar skylda að gera Naloxone lyfið aðgengilegt,“ segir Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna. Í tilkynningu segir að verkefnið feli í sér að Matthildarsamtökin, í samvinnu við jafningja frá Afstöðu, sjái um að veita fræðslu um áhættur ópíóíða og notkun Naloxone inn á öllum göngum í fangelsum landsins. Fangelsismálastofnun hefur pantað Naloxone nefúða sem verða settir á alla ganga í fangelsum ásamt upplýsingabæklingi. Að auki fá fangaverðir þjálfun í skyndihjálp og notkun Naloxone. Heilbrigðisráðuneytið greiðir kostnað við dreifingu Naloxone á Íslandi. 52 fengið fræðslu Þann 4. júní var farið með fyrstu fræðsluna í fangelsið á Hólmsheiði þar sem 25 einstaklingar fengu fræðslu og þjálfun. Þann 11. júní var sama fræðsla veitt á Litla-Hraun til 27 einstaklinga. Í heildina hafa 52 einstaklingar í afplánun fengið fræðslu og þjálfun í notkun Naloxone. Matthildarsamtökin sjá um að fræðslan fari fram í samstarfi við yfirstjórn og starfsfólk fangelsa, en hún er sérsniðin fyrir aðstæður hvers staðar. Í fangelsunum á Litla-Hrauni og Hólmsheiði verður farið inn á hvern gang fyrir sig, en á Kvíabryggju og Sogni verða haldnar sameiginlegar fræðslur fyrir alla. Í fræðslunni verður fjallað um hvað ópíóíðar eru, helstu hættur þeirra, einkenni ofskömmtunar af þeirra völdum, hvernig Naloxone virkar og hvernig á að nota nefúðann. Skylda til að bregðast við „Við vitum að vímuefni rata því miður inn í fangelsi víða um heim, en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum siðferðilega og faglega skyldu til að bregðast við með raunhæfum aðgerðum sem bjarga mannslífum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Samstarfsverkefnið er samkvæmt tilkynningu meðal annars viðbragð við haldlagningu Tollgæslunnar í apríl á þessu ári, þegar tuttugu þúsund falsaðar OxyContin töflur sem innihéldu Nitazene voru haldlagðar. Töflurnar voru að öllum líkindum á leið inn á ólöglegan vímuefnamarkað hér á landi. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu, félags fanga.Vísir/Ívar Fannar „Með hliðsjón af því að hátt hlutfall fólks í afplánun á Íslandi á sögu um alvarlegan vímuefnavanda, er mikilvægt að veita fólki í afplánum fræðslu um rétt viðbrögð við ofskömmtun á ópíóíðum og notkun Naloxone nefúða. Verkefnið er jafnframt mikilvæg forvarnarvinna, þar sem erfitt getur reynst að ná til hluta hópsins utan fangelsa, meðal annars vegna erfiðra félagslegra aðstæðna eða heimilisleysis,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Fíkn Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Tengdar fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. 27. janúar 2025 06:47 Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35
Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. 27. janúar 2025 06:47
Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01