Hefur leit að nýjum saksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2025 13:12 Þorbjörg Sigríður segir gott að botn sé kominn í mál Helga Magnúsar. Staða vararíkissaksóknara verður brátt auglýst laus til umsóknar. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32