Ný og glæsileg heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2025 21:03 Nýja heilsugæslustöðin er staðsett í Sandgerði, sem er hluti af Suðurnesjabæ en alls eru íbúar bæjarfélagsins um 4.700. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar. Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Að sjálfsögðu var klippt á borð við opnun nýju heilsugæslustöðvarinnar nýlega og nokkrar ræður voru líka fluttar og svo gafst gestum kostur á að skoða nýju stöðina. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa hingað til þurft að sækja heilbrigðisþjónustu til Keflavíkur en eiga nú ekki að þurfa þess lengur. Nýja heilsugæslustöðin er í húsi, sem heitir Varðan en þar eru bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar meðal annars líka til húsa. „Hér hefur ekki verið heilbrigðisþjónusta en full þörf á því miðað við fjölda íbúa. Þannig að þetta er frábær áfangi og bara virkilega vona að íbúar nýti sér þjónustuna þeir, sem þurfa á henni að halda,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bætir við. „Við ætlum að byrja að því núna í sumar að hafa opið tvo daga vikunnar og síðan opnum við bara eftir því sem eftirspurnin eykst.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar ræður sér vart yfir kæti vegna nýju heilsugæslustöðvarinnar. „Já, þetta er sko stór áfangi fyrir íbúana hér í sveitarfélaginu. Við erum búin að vera að vinna í því í mörg ár að fá þessa þjónustu til okkar, þetta var mikill gleðidagur þegar stöðin var opnuð“. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Þetta náttúrulega bætir aðgengi íbúanna að heilsugæslu í heimabyggð og ég vona svo sannarlega að fólk nýti sér það,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson, Alma D. Möller og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir fengu það hlutverk að klippa á borða þegar nýja heilsugæslustöðin var opnuð í Sandgerði á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sveitarfélagið hafa séð um að gera húsnæði nýju heilsugæslustöðvarinnar klárt og það hafi kostað á bilinu 50 til 60 milljónir króna en svo greiði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leigu fyrir notkun húsnæðisins. Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra er mjög ánægð með nýju heilsugæslustöðina. „Mér líst gríðarlega vel á þetta. Við erum hér að opna nýja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ fyrir 4.700 íbúa og færa þjónustuna nær fólkinu,” segir Alma. Og Alma leggur áherslu á starfsemi heilsugæslustöðva út um allt land. „Já þær eru auðvitað grunnstoð heilbrigðisþjónustu og eiga að vera fyrsti viðkomustaður, sem flestra þannig að það er mikilvægt að aðgengi að heilsugæslu sé gott,” segir Alma. Varðan heitir húsnæðið þar sem nýja heilsugæslan er ,en þar eru meðal annars líka bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira