Vill banna nikótínvörur með bragði og gera umbúðirnar ljótar Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 12:00 Alma Möller vill hafa nikótínpúða bragðlausa og í ljótum umbúðum. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um lagasetningu sem miðar að því að setja eina heildstæða löggjöf fyrir bæði tóbaks- og nikótínvörur. Meðal þess sem felst í áformunum er að banna sölu nikótínvörur með bragðefnum „sem höfða til barna“. Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu. Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu.
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum