Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 08:15 Pedro Sánchez segir kröfuna ósanngjarna og hafa þveröfug áhrif. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum.
Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna