Segja aftur ráðist á neðanjarðarauðgunarstöð í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 09:48 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna í gær. AP/Planet Labs PBC Sprengjum var aftur varpað á neðanjarðarauðgunarstöð í Fordó í Íran í dag, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01
Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09