Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 00:29 Ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um að orðræða stjórnarandstöðunnar væri í „falsfréttastíl“ voru til umræðu á Alþingi seint í kvöld. Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt. Vísir/vilhelm/Anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira