Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:55 Mark Rutte, framvæmdastjóri NATO, (t.h.) með Bandaríkjaforseta í öndvegi við upphaf leiðtogafundar NATO í Haag í dag. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta. NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta.
NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54