Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 16:37 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Vísir/Arnar Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar. „Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags,“ segir Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag. Visin hönd ríkisstjórnarinnar ógni vestfirska efnahagsævintýrinu Í greininni rekur Guðmundur efnahagslega sögu Vestfjarða undanfarna áratugi, sem hann segir að hafi gengið í gegnum niðurlægingar- og samdráttarskeið upp úr 1980. Svæðið hafi tekið gríðarlega við sér síðustu ár og talað sé um vestfirska efnahagsævintýrið í því sambandi. Segir Guðmundur svo að skattaframlag Vestfjarða hafi undanfarin fimm ár verið 30 milljarðar króna, og fyrirsjáanlegt verði að næstu fimm ár verði framlagið 60 milljarðar. Við það bætist svo 40 milljarðar í aukaskattgreiðslur vegna sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. „Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar.“ „Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar.“ „Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega,“ segir Guðmundur. Beinar álögur ríkisins 91 prósent af rekstrarafkomu Guðmundur vísar því næst í útreikninga Skattsins, þar sem greining var gerð á áhrifum veiðigjaldaáformanna á fyrirtæki í sjávarútvegi. Útreikningar Skattsins. „Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda.“ „Útreikningarnir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur á veiðileyfagjöld má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar enda með ósköpum.“ Níutíu prósent kvótans hafi skipt um hendur „Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika.“ „Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist,“ segir Guðmundur. Fjölskyldur hafi með harðfylgni og vinnusemi komið undir sér fótunum aftur og áratug síðar hafi rekstur víðast hvar verið kominn í ásættanleg horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum auki veltu og umsvif. „Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi.“ „Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Guðmundur Fertram. Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Skattar og tollar Tengdar fréttir Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. 25. júní 2025 12:03 Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Sjá meira
„Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags,“ segir Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag. Visin hönd ríkisstjórnarinnar ógni vestfirska efnahagsævintýrinu Í greininni rekur Guðmundur efnahagslega sögu Vestfjarða undanfarna áratugi, sem hann segir að hafi gengið í gegnum niðurlægingar- og samdráttarskeið upp úr 1980. Svæðið hafi tekið gríðarlega við sér síðustu ár og talað sé um vestfirska efnahagsævintýrið í því sambandi. Segir Guðmundur svo að skattaframlag Vestfjarða hafi undanfarin fimm ár verið 30 milljarðar króna, og fyrirsjáanlegt verði að næstu fimm ár verði framlagið 60 milljarðar. Við það bætist svo 40 milljarðar í aukaskattgreiðslur vegna sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. „Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar.“ „Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar.“ „Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega,“ segir Guðmundur. Beinar álögur ríkisins 91 prósent af rekstrarafkomu Guðmundur vísar því næst í útreikninga Skattsins, þar sem greining var gerð á áhrifum veiðigjaldaáformanna á fyrirtæki í sjávarútvegi. Útreikningar Skattsins. „Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda.“ „Útreikningarnir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur á veiðileyfagjöld má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar enda með ósköpum.“ Níutíu prósent kvótans hafi skipt um hendur „Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika.“ „Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist,“ segir Guðmundur. Fjölskyldur hafi með harðfylgni og vinnusemi komið undir sér fótunum aftur og áratug síðar hafi rekstur víðast hvar verið kominn í ásættanleg horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum auki veltu og umsvif. „Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi.“ „Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Guðmundur Fertram.
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Skattar og tollar Tengdar fréttir Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. 25. júní 2025 12:03 Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Sjá meira
Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. 25. júní 2025 12:03
Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent