Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 18:31 Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Fasteignamarkaður Samfylkingin Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun