„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 10:58 John Ratcliffe er forstöðumaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni. Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
John Ratcliff, forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrðir í yfirlýsingu að samkvæmt nýjum og áreiðanlegum gögnum leyniþjónustunnar hafi rannsóknarstöðvar sem gegna lykilhlutverki í auðgunargetu Írana eyðilagst algjörlega og að það muni taka þá fleiri ár að koma þeim aftur í samt lag. My statement confirming CIA intelligence which contradicts illegally sourced public reporting regarding the destruction of key Iranian nuclear facilities. pic.twitter.com/Ln3b4hfELc— CIA Director John Ratcliffe (@CIADirector) June 25, 2025 „Matið meinta“ Greint var frá því í fyrradag að skýrslu hefði verið lekið úr leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggði á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Bandarískir miðlar náðu tali við ráðamenn sem lesið höfðu áðurnefnt mat og sögðu þeir að í því hefði komið fram að árásir Bandaríkjahers á kjarnorkumannvirki í Íran hefðu ekki gert teljandi tjón og aðeins tafið framleiðslu Írana á kjarnavopnum um fáeina mánuði. Þetta mat gekk þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér að úranauðgunarstöðvar Írans hefðu verið þurrkaðar út með öllu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tók einnig upp hanskann fyrir forsetann og sagði bandaríska fjölmiðla gera tilraun til að koma höggi á Trump með umfjöllun sinni um „matið meinta.“ Samkvæmt matinu lekna var stór hluti þess auðgaða úrans sem geymt var í téðum mannvirkjum flutt á brott þaðan áður en Bandaríkin gerðu árásir sínar með svokölluðum byrgjabrjótum. Sprengjum sem geta grafið sig djúpt ofan í jörðu og lagt neðanjarðarbyrgi í rúst. Hafna því að Íranir hafi komið úran undan Þessu hafnar þó Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans og upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lét hafa eftir sér að bandaríska leyniþjónustan byggi ekki yfir neinum gögnum sem styðja þá tilgátu að Írönum hafi tekist að koma auðguðu úrani undan. Íranska utanríkisráðuneytið hefur síðan gengist við því að kjarnorkumannvirkin í Fordó, Natanz og Isfahan hefðu orðið fyrir alvarlegu tjóni.
Bandaríkin Íran Hernaður Kjarnorka Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira