Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 06:42 Útfarir margra þeirra sem létust í árásum Ísraela fóru fram á laugardag. AP/Vahid Salemi Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar. Majid Takht-Ravanchi sagði í samtali við BBC að afstaða stjórnvalda vestanhafs gagnvart mögulegum frekari árásum lægi ekki fyrir. Hann sagði Írani myndu krefjast þess að fá að halda áfram að auðga úran í friðsamlegum tilgangi og neitaði að þeir ynnu að því að eignast kjarnorkuvopn. „Það má ræða að hvaða marki við gerum þetta, í hvaða magni, en að segja að við eigum ekki að auðga úran, að úranauðgunin eigi að vera núll, og ef þið samþykkir það ekki þá vörpum við sprengjum á ykkur; það er frumskógarlögmál,“ segir Takht-Ravanchi. Hann sagði Írani vilja fá skýr svör við því hvort þeir mættu eiga von á frekari árásum á meðan setið væri við samningaborðið. Spurður að því hvort Íranir myndu endurskoða kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana og fjárfestingu í landinu svaraði hann: „Af hverju ættum við að samþykkja slíka tillögu?“ og ítrekaði að Íranir hefðu verið að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Amir-Saeid Iravani, sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að Íranir myndu aldrei falla frá því að auðga úran, eins og þeir ættu rétt á. Hann sagði stjórnvöld í Íran tilbúin til að eiga viðræður við Bandaríkjamenn en þeir myndu ekki beygja sig undir boðvald Bandaríkjanna og kröfur Donald Trump Bandaríkjaforseta um „algjöra uppgjöf“. Íran Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Majid Takht-Ravanchi sagði í samtali við BBC að afstaða stjórnvalda vestanhafs gagnvart mögulegum frekari árásum lægi ekki fyrir. Hann sagði Írani myndu krefjast þess að fá að halda áfram að auðga úran í friðsamlegum tilgangi og neitaði að þeir ynnu að því að eignast kjarnorkuvopn. „Það má ræða að hvaða marki við gerum þetta, í hvaða magni, en að segja að við eigum ekki að auðga úran, að úranauðgunin eigi að vera núll, og ef þið samþykkir það ekki þá vörpum við sprengjum á ykkur; það er frumskógarlögmál,“ segir Takht-Ravanchi. Hann sagði Írani vilja fá skýr svör við því hvort þeir mættu eiga von á frekari árásum á meðan setið væri við samningaborðið. Spurður að því hvort Íranir myndu endurskoða kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana og fjárfestingu í landinu svaraði hann: „Af hverju ættum við að samþykkja slíka tillögu?“ og ítrekaði að Íranir hefðu verið að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Amir-Saeid Iravani, sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að Íranir myndu aldrei falla frá því að auðga úran, eins og þeir ættu rétt á. Hann sagði stjórnvöld í Íran tilbúin til að eiga viðræður við Bandaríkjamenn en þeir myndu ekki beygja sig undir boðvald Bandaríkjanna og kröfur Donald Trump Bandaríkjaforseta um „algjöra uppgjöf“.
Íran Bandaríkin Kjarnorka Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira