Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2025 08:32 Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun