Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar 1. júlí 2025 11:32 Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). Eitt mikilvægasta verkefnið var þó að halda okkur sjálfum á lífi, öruggum, óslösuðum, á réttri leið, réttum megin við veður, náttúru og pólitík. Leiðangurinn var í senn heillandi og ógnvekjandi – enda verkefnin stór, náttúran ókunnug, leiðangursmenn frá mismunandi menningarheimum talandi 8 tungumál og búnaður vægast sagt einfaldur. Veganesti og verðmæti Í baksýnispeglinum sé ég reynslulítinn hóp frumkvöðla með göfugan tilgang, á portúgölskum UMM Transcat jeppum takast á við dagleg ævintýri í anda Survivor. Þegar leiðangurinn var skipulagður var fyrst og fremst horft til þess að tryggja búnað, eldsneyti, matarbirgðir og að handvelja þátttakendur og styrktaraðila. En strax á fyrstu metrunum í Sahara eyðimörkinni var ljóst að enn mikilvægari – og óáþreifanlegri farangur skipti meira máli. Verkaskipting, stefnufesta, úrræðagleði, útsjónarsemi samskipti, þrautseigja, umburðarlyndi, frumkvæði og ábyrgð hvers reyndist vera veganestið sem kom okkur á leiðarenda tæpu ári seinna. Þegar ég hugsa til baka var ótrúlegt hvað þessi fjölbreytti hópur ungmenna náði að læra saman við ýktar aðstæður um hvernig átti að taka erfiðar ákvarðanir t.d. eftir bílveltur og skógarelda, að nota aðferðir samningatækni við kaup á dísel olíu eða kóralmúrsteinum, að taka erfið samtöl á viðkvæmum landamærum umkringd vélbyssum, að sýna auðmýkt gagnvart flóknum menningarheimum og vinna úr ágreiningi varðandi verklag og forgangsröðun. Þegar við komum til Suður-Afríku tæpu ári seinna, var ljóst að þau raunverulegu verðmæti sem eftir stóðu voru ekki í bílunum, brúsunum, tjöldunum eða verkfærunum sem við lögðum okkur svo fram við að fjármagna. verðmætin fólust í nýrri færni þessa unga fólks sem hafði náð takmarkinu og öðlast dýrmæta innsýn og færni í mikilvægi ábyrgðar, framtíðarsýnar, ákvörðunartöku, forgangsröðunar, samstarfs og útsjónarsemi. Þessari færni búum við ennþá að í dag og þjóna hverju og einu okkar enn á lífsins leið. Framtíðarfærni – og vegferð vinnustaða Ég er oft spurð að því hvort íslenskir vinnustaðir búi að þeim leiðtogahæfileikum, færni, menningu og getu til að ná markmiðum næstu 3 til 5 árin—í ljósi óstöðugleika og óróleika heimsins. Nýlegar rannsóknir alþjóðlegra greiningarfyrirtækja benda til þess að betur má ef duga skal. 75% af þeim vinnustöðum sem Josh Bershin og hans rannsakendur ræddu við töldu svo ekki vera. Og aðeins 23% af mannauðsstjórum sem Gartner ræddi við taldi verðandi leiðtoga geta tekist á við framtíðarþarfir vinnustaðarins. Að mörgu leiti má segja að vinnustaðurinn sé sá vettvangur sem skerpir á mikilvægri færni einstaklinga og gerir okkur kleift að blómstra í verkefnum dagsins og vaxandi óvissu. World Economic Forum birtir reglulega spá um mikilvægustu færniþætti atvinnulífsins í skýrslu sinni Future of Jobs Reports 2030. Samkvæmt skýrslunni eru þeir færniþættir sem standa upp úr á gervigreindaröld:1) hugræn færni svo sem sköpunargleði og greiningarhæfni, 2) færni sem snýr að sjálfsábyrgð svo sem þrautseigja, aðlögunarhæfni, forvitni og lífstíðarlærdómur, 3) samstarfsfærni svo sem forysta og áhrif 4) siðferði 5) tækniþekking. Hvernig styður þú þitt fólk í áskorunum dagsins í síbreytilegum heimi og hjálpar því að komast á ykkar áfangastað? Alveg eins og árangursríkt fólk skapar árangursríka vinnustaði þá leggja góðir vinnustaðir til grunnin að vexti fólks með því að leggja stöðugt rækt við að þróa mikilvæga færni hvers og eins á forsendum hvers og eins. Þannig verða til verðmæti sem þjóna vexti einstaklinga, vinnustaða og samfélaga um ókomin ár. Leggjum rækt við raunveruleg verðmæti til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Mannauðsmál Dýr Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). Eitt mikilvægasta verkefnið var þó að halda okkur sjálfum á lífi, öruggum, óslösuðum, á réttri leið, réttum megin við veður, náttúru og pólitík. Leiðangurinn var í senn heillandi og ógnvekjandi – enda verkefnin stór, náttúran ókunnug, leiðangursmenn frá mismunandi menningarheimum talandi 8 tungumál og búnaður vægast sagt einfaldur. Veganesti og verðmæti Í baksýnispeglinum sé ég reynslulítinn hóp frumkvöðla með göfugan tilgang, á portúgölskum UMM Transcat jeppum takast á við dagleg ævintýri í anda Survivor. Þegar leiðangurinn var skipulagður var fyrst og fremst horft til þess að tryggja búnað, eldsneyti, matarbirgðir og að handvelja þátttakendur og styrktaraðila. En strax á fyrstu metrunum í Sahara eyðimörkinni var ljóst að enn mikilvægari – og óáþreifanlegri farangur skipti meira máli. Verkaskipting, stefnufesta, úrræðagleði, útsjónarsemi samskipti, þrautseigja, umburðarlyndi, frumkvæði og ábyrgð hvers reyndist vera veganestið sem kom okkur á leiðarenda tæpu ári seinna. Þegar ég hugsa til baka var ótrúlegt hvað þessi fjölbreytti hópur ungmenna náði að læra saman við ýktar aðstæður um hvernig átti að taka erfiðar ákvarðanir t.d. eftir bílveltur og skógarelda, að nota aðferðir samningatækni við kaup á dísel olíu eða kóralmúrsteinum, að taka erfið samtöl á viðkvæmum landamærum umkringd vélbyssum, að sýna auðmýkt gagnvart flóknum menningarheimum og vinna úr ágreiningi varðandi verklag og forgangsröðun. Þegar við komum til Suður-Afríku tæpu ári seinna, var ljóst að þau raunverulegu verðmæti sem eftir stóðu voru ekki í bílunum, brúsunum, tjöldunum eða verkfærunum sem við lögðum okkur svo fram við að fjármagna. verðmætin fólust í nýrri færni þessa unga fólks sem hafði náð takmarkinu og öðlast dýrmæta innsýn og færni í mikilvægi ábyrgðar, framtíðarsýnar, ákvörðunartöku, forgangsröðunar, samstarfs og útsjónarsemi. Þessari færni búum við ennþá að í dag og þjóna hverju og einu okkar enn á lífsins leið. Framtíðarfærni – og vegferð vinnustaða Ég er oft spurð að því hvort íslenskir vinnustaðir búi að þeim leiðtogahæfileikum, færni, menningu og getu til að ná markmiðum næstu 3 til 5 árin—í ljósi óstöðugleika og óróleika heimsins. Nýlegar rannsóknir alþjóðlegra greiningarfyrirtækja benda til þess að betur má ef duga skal. 75% af þeim vinnustöðum sem Josh Bershin og hans rannsakendur ræddu við töldu svo ekki vera. Og aðeins 23% af mannauðsstjórum sem Gartner ræddi við taldi verðandi leiðtoga geta tekist á við framtíðarþarfir vinnustaðarins. Að mörgu leiti má segja að vinnustaðurinn sé sá vettvangur sem skerpir á mikilvægri færni einstaklinga og gerir okkur kleift að blómstra í verkefnum dagsins og vaxandi óvissu. World Economic Forum birtir reglulega spá um mikilvægustu færniþætti atvinnulífsins í skýrslu sinni Future of Jobs Reports 2030. Samkvæmt skýrslunni eru þeir færniþættir sem standa upp úr á gervigreindaröld:1) hugræn færni svo sem sköpunargleði og greiningarhæfni, 2) færni sem snýr að sjálfsábyrgð svo sem þrautseigja, aðlögunarhæfni, forvitni og lífstíðarlærdómur, 3) samstarfsfærni svo sem forysta og áhrif 4) siðferði 5) tækniþekking. Hvernig styður þú þitt fólk í áskorunum dagsins í síbreytilegum heimi og hjálpar því að komast á ykkar áfangastað? Alveg eins og árangursríkt fólk skapar árangursríka vinnustaði þá leggja góðir vinnustaðir til grunnin að vexti fólks með því að leggja stöðugt rækt við að þróa mikilvæga færni hvers og eins á forsendum hvers og eins. Þannig verða til verðmæti sem þjóna vexti einstaklinga, vinnustaða og samfélaga um ókomin ár. Leggjum rækt við raunveruleg verðmæti til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun