Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 13:38 Þáverandi ríkisstjórn felldi niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023 til 2024. Nýskráningum þeirra fækkaði töluvert á milli ára í fyrra og hefur salan enn ekki náð fyrri hæðum. Vísir/Vilhelm Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023. Fjölgun rafmagnsbíla er stór hluti af af þeirri tæplega fjórðungs aukningu í nýskráningum fólksbíla sem varð á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Rafbílarnir voru 2.283 á fyrri helmingi ársins, 140 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild rafbíla í nýskráningum á tímabilinu var 29 prósent. Þannig hafa þeir enn ekki borið barr sitt eftir að fyrri ríkisstjórn ákvað að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023-24 og taka þess í stað upp beina styrki. Fyrir breytingarnar var hlutdeild rafbíla í nýskráningum 38 prósent á fyrri helmingi 2023. Nýskráðir bílar eftir orkugjöfum á fyrri helmingi árs frá 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Bensín- og dísilbílar eru enn á hægri útleið. Hlutdeild þeirra nam samtals 24 prósentum í nýskráningum á fyrri helmingi ársins. Tvinnbílar voru með fjórðungshlutdeild og tengiltvinnbílar 22 prósent. Bílaleigur halda aftur af orkuskiptunum Þegar aðeins er litið til nýskráninga einstaklinga á bílum ganga orkuskiptin í samgöngum töluvert hraðar. Þeim fjölgaði um 52,5 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og sextíu prósent voru rafbílar. Markaðshlutdeild rafmagns- og tengitvinnbíla nam meira en áttatíu prósentum af nýskráningunum. Hlutfall orkugjafa nýskráðra bíl einstaklinga á fyrri helmingi áranna 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Fyrirtæki önnur en bílaleigur nýskráðu einnig aðallega rafbíla, alls 57 prósent. Rúmur fimmtungur fyrirtækjabílanna var tengiltvinnbílar. Bílaleigur skráðu sextíu prósent allra nýskráðra bíla á fyrri helmingi ársins. Þeir skráðu aðallega tvinnbíla en þar á eftir komu tengiltvinnbílar og dísilbílar. Aðeins 7,5 prósent bílanna sem bílaleigur nýskráðu voru hreinir rafbílar, alls 348 stykki. Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Skattar og tollar Orkuskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Fjölgun rafmagnsbíla er stór hluti af af þeirri tæplega fjórðungs aukningu í nýskráningum fólksbíla sem varð á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Rafbílarnir voru 2.283 á fyrri helmingi ársins, 140 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild rafbíla í nýskráningum á tímabilinu var 29 prósent. Þannig hafa þeir enn ekki borið barr sitt eftir að fyrri ríkisstjórn ákvað að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023-24 og taka þess í stað upp beina styrki. Fyrir breytingarnar var hlutdeild rafbíla í nýskráningum 38 prósent á fyrri helmingi 2023. Nýskráðir bílar eftir orkugjöfum á fyrri helmingi árs frá 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Bensín- og dísilbílar eru enn á hægri útleið. Hlutdeild þeirra nam samtals 24 prósentum í nýskráningum á fyrri helmingi ársins. Tvinnbílar voru með fjórðungshlutdeild og tengiltvinnbílar 22 prósent. Bílaleigur halda aftur af orkuskiptunum Þegar aðeins er litið til nýskráninga einstaklinga á bílum ganga orkuskiptin í samgöngum töluvert hraðar. Þeim fjölgaði um 52,5 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og sextíu prósent voru rafbílar. Markaðshlutdeild rafmagns- og tengitvinnbíla nam meira en áttatíu prósentum af nýskráningunum. Hlutfall orkugjafa nýskráðra bíl einstaklinga á fyrri helmingi áranna 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Fyrirtæki önnur en bílaleigur nýskráðu einnig aðallega rafbíla, alls 57 prósent. Rúmur fimmtungur fyrirtækjabílanna var tengiltvinnbílar. Bílaleigur skráðu sextíu prósent allra nýskráðra bíla á fyrri helmingi ársins. Þeir skráðu aðallega tvinnbíla en þar á eftir komu tengiltvinnbílar og dísilbílar. Aðeins 7,5 prósent bílanna sem bílaleigur nýskráðu voru hreinir rafbílar, alls 348 stykki.
Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Skattar og tollar Orkuskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira